Ef þetta þá

Á netinu (Alnetinu svo að lesendur Morgunblaðsins fylgi mér) er óendanlegt magn af þjónustum og kerfum sem gera eitt og annað missniðugt. Sum kerfi eru betri en önnur og allt það og sum þeirra hef ég vanið mig á að að nota mikið og ég gæti bara ekki án þeirra verið.

Tvær þjónustur eru í uppáhaldi hjá mér og skora ansi hátt í ánægjuvog Kársnessins.

IFTTT.com

IFTTT stendur fyrir If this, then that. Þannig get ég búið til óendanlegt magn af reglum um hina og þessa hluti sem spara mér sporin og sjálfvirknivæða hluti sem annars gætu verið flóknir.

Reglur sem ég elska meira en allt eru til dæmis að Discover Weekly listinn á Spotify sem kemur á hverjum mánudegi og endurnýjast sjálfkrafa vikulega er vistaður sem nýr lagalisti á Spotify og þannig hverfur Discover Weekly listinn minn aldrei eða hverfur í eitthvað svarthol.

Ég skipti líka nokkuð oft um síma og þannig tapast bæði símtala og SMS sagan mín en hún vistast þökk sé IFTTT.com í Google Drive og þannig alltaf aðgengileg og til taks þurfi ég á henni að halda. Sem hefur reyndar aldrei gerst, en áfram held ég að vista þessi gögn þangað.

Ef að Arsenal skorar mark á fótboltaleik, sem gerist nokkuð oft en mætti gerast miklu oftar blikkar ein Philips Hue ljósapera heima hjá mér tvisvar með rauðu ljósi, það er nauðsynlegur fídus á hvert nútímaheimili þar sem ekki alltaf er tími til að horfa á fótbolta.

Ég skora á ykkur að kíkja á IFTTT, það er endalaust af uppskriftum þar inni og margar hverjar eru æðislegar. Það er bara þannig.

2000px-IFTTT_Logo.svg_

Inbox by Gmail

Tölvupóstur er eins og hann er. Oft tímaeyðsla, oft fullur af tölvupóstum sem maður hefur engan áhuga á og inn á milli koma póstar sem raunverulega skipta máli og maður annað hvort þarf að gefa gaum eða eru skemmtilegir. Hérna er ég að tala um minn einkapóst, í vinnunni nota ég Outlook og er reyndar mjög glaður með það.

Inbox frá Google tekur tölvupóst á uppá hærra plan, gerir hann jafnvel skemmtilegann ef það er þá hægt. En hvernig gerir Google það? Jú með því að vita hvað hver póstur raunverulega þýðir og inniheldur. Þannig týnist póstur frá vin eða ættingja ekki undir fréttabréfum frá Dominos eða hinum og þessum fyrirtækjum sem ég hef einhvern tímann átt viðskipti við. Heldur fær póstur frá einstaklingi meira vægi í algrími Google og flýtur þannig upp á topp. Að sama skapi get ég snoozað tölvupósta sem ég ætla að tækla síðar og þá flýtur hann upp þegar að því kemur og því ætti hann ekkert að fara framhjá mér.

Síminn minn er ekki að gefa frá sér hljóð þegar að Amazon sendir mér fréttabréf, heldur bara ef Amazon er að segja mér að pakkinn sé lagður af stað. Síminn minn er heldur ekki að gefa frá sér hljóð þegar að Twitter sendir mér tölvupóst en gerir það þegar að bróðir minn sendir mér tölvupóst því Inbox veit að sá póstur skiptir meira máli.

Inbox flokkar líka allan póst eftir tegund og innihaldi og þannig parast líkir póstar saman og flækjast því ekkert fyrir ásamt því að Google notar hæfileika sína í að greina póstana þannig að ef tölvupóstur inniheldur til dæmis tracking upplýsingar fyrir pakka að þá get ég með einum smelli séð hvar pakkinn og er síminn minn fær að vita af því líka og hann segir mér hvar pakkinn er. Gáfur Google eru miklar og mér gæti ekki verið meira saman hvort að þeir viti hvað ég var að kaupa, því þeir auðvelda mér svo ótrúlega mikið að fylgjast með öllu og viðhalda inbox zero.

Inbox er æði, bæði í tölvu, síma og spaldtölvu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s