Veganvölvan á afmæli

Nú hef ég verið til útvarps í að verða þrjú ár. Fyrir utan hvað mér finnst skemmtilegt að vera til útvarps, fá að tala og tala um áhugamál mín í útvarp allra landsmanna hefur þessi viðvera mín í Efstaleiti opnað á önnur tækifæri og gleði.

Endalausir fyrirlestrar fyrir félagasamtök og hópa hafa orðið til eftir þetta útvarpsbrölt, innslög í KrakkaFréttir, UngRÚV og meira að segja meira á leiðinni í línulegri dagskrá núna í haust sem mér fannst svo gaman að mér verður hlýtt í hjartanu.

Og allt þetta, öll þessi útrás fyrir athyglissýki mína er í raun aðeins einni manneskju að þakka, sem ber að þakka. Manneskju sem brosir svo breitt að það er í raun ótrúlegt að Orka Náttúrunnar hefur ekki reynt að virkja brosið sem enn einn vistvæna orkugjafann í stað þess að bora og bora ofan í móður jörð.

Guðrún Sóley Gestsdóttir, fyrrum lesandi bloggsins og fjölmiðlakona er þessi manneskja. Hún fékk mig til að koma morgun einn, að tala um tölvuleik og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún átti afmæli nýverið, því ber að fagna og hún hefur eflaust fagnað því vel. Með hlaðborði, veganpylsum úr Berufirði (frá Prinsinum auðvitað) og náttúruvínum.

Til hamingju Guðrún Sóley.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s