Melódíur minninganna

Sigur Hildar Guðnadóttur á Golden Globes og síðar tilnefning til Óskarsverðlaunanna er mikið afrek, í raun ótrúlegt afrek.

En þessi mikla umfjöllun um hana og hennar núverandi minnti mig á talsvert mikilvægari hluti. Eldri verk Hildar.

Hildur var nefnilega einn af forsprökkunum í miklu krútti, virkilega miklu krútti sem er stórsveitin Rúnk. Plata Rúnksins Gengi Dahls er klassík, klassík sem ég var hreinlega búinn að gleyma að væri til. Plata sem ég hlustaði á til öreinda árið 2002 og inn í 2003 en fennti svo algjörlega yfir. Enda bara nokkrir mánuðir síðan að platan varð aðgengileg á Spotify, eitthvað sem að hefði átt að vera fyrsta frétt í helstu miðlum.

Fyrir þá sem ekki eru innvígðir í þennan anga tónlistar er Rúnk ekkert annað en stórmerkileg hljómsveit, það má gúggla tilurð sveitarinnar sem er skemmtileg saga út af fyrir sig en sveita skipar hálfgert indie landslið.

Rúnk skipuðu ekki bara Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari heldur einnig Svavar Pétur aka Prins Póló, Benni Hemm Hemm, Bjössi Borko og Óli Óbó (Yukatan, Unun og fullt.

Atlavík ´84 er auðvitað sturlað lag, mæli með hlustun á Fílalags podcastið þar sem það var tekið fyrir, Yamaha algleymi er geggjað, Men and motors og Friends forever eru æði og svo mætti lengi telja, geggjuð plata bara sem eldist vel. Jóla EP plata Rúnksins er svo yndishlustun sömuleiðis og þar má finna Jólin eru að koma sem Prins Póló gaf út aftur á jólaplötunni sinni sem kom út núna fyrir jólin og má mæla mjög mjög mikið með.

Hildur var einnig söngkona Woofer, hljómsveit úr Hafnarfirði sem Benni Hemm Hemm reyndar spilaði í undir lokin. Woofer gaf út eina plötu, sem einnig bar nafnið Woofer og þar mátti finna lagið Græna tréð sem náði ágætis vinsældum en ég fann hvergi á opnu interneti. Því setti ég það inn á YouTube.

Færðu inn athugasemd