Hér er hlaðvarp, um hlaðvarp.

Ég elska að hlusta á podcöst. Einu sinni hlustaði ég endalaust á hljóðbækur (halló Audible.com) en eftir að ég eignaðist Kindle um árið hætti ég því bara, það var of næs og þægilegt að lesa bækur á litla lesbrettinu.

Alltaf þegar ég er einn að bauka eitthvað eins og að keyra, þrífa heimilið, ganga frá þvotti eða að strauja eða rölta eitthvað er fátt betra en að skella heyrnartólunum í gang og hlusta.

Ég nota PocketCasts sem mitt Podcast app, get ekki mælt nógu mikið með því. Það er með frábært Android app, iOS app, vefspilara og nú bara nýlega Sonos stuðning. Allt syncar þetta fallega saman og ef ég hlusta í einu tæki veit annað tæki hvar ég er staddur og hvar ég hætti. Sem er yndi.

En hvað ertu að hlusta á Gummi? Já ég skal segja þér það. Slakið þið bara aðeins á!

Í ljósi sögunnar.

Það ætti að vera hluti af skólaskyldunni að hlusta á þessa þætti Veru Illugadóttur þar sem hún gerir hinum og þessum hlutum úr mannskynssögunni góð skil. Einhver versti óleikur Morgunútvarpsins á Rás2 þar sem ég er reglulegur gestur að tala um tækni og stafræna heima er að hafa sett mig beint á eftir Veru, það er eins og fyrir Kaleo að koma á eftir Arcade Fire.

iljosisogunnar

Recode Decode

Kara Swisher þekkt blaðakona í Bandaríkjunum talar hreint út og er lítið fyrir PR froðu og þvælu. Verandi þetta þekkt er auðvelt fyrir hana að fá forstjóra tæknifyrirtækja, pólitíkusa og fjölmiðlamenn í þáttinn sinn þar sem hún tekur fyrir flest þau mál sem brenna á fólki í Kísildalnum. Hún hefur síðkastið verið að taka Uber og þeirra vandamál fyrir ásamt kvenfyrirlitningu í tækniheiminum sem eru bæði flókin og mjög áhugaverð mál.

c105265d445b085fedf86e1d7b6370c001f086565ba2b317940fc5194d9668ec15a9a677ae4c38f4ad35bfadcb702941eccb07ca4654ac63eb2a6f4a9caa84da

Laugardagskvöld með Matta

Eina ástæðan fyrir brölti mínu í útvarpi og sjónvarpi að tala um tækni og dót er að komast í þennan þátt. Það er lokaleikurinn og þá get ég hætt að segja já við öllum beiðnum um að koma fram. Ég er tilbúinn með lagalistann minn og allt.

Matti fær gesti í heimsókn sem velja lög frá hinum og þessum tímabilum í lífi sínu. Ég kann að meta þessa þætti. Aðallega útaf því að ég er hrifinn af lagalistum.

Untitled

Dan Carlin´s Hardcore History

Ég elska mannkynssögu, hefði óskað að sá áhugi hefði kviknað fyrr.

Dan Carlin, sagnfræðingur og fyrrum útvarpsþáttastjórnandi brýtur hér niður hin og þessi mál. Hann gefur enga afslætti og þættirnir eru því langir, mjög langir, bara virkilega langir.

Serían hans um fyrri heimstyrjöldin er þrekvirki, þrekvirki segi ég. Hún er skylduhlustun þrátt fyrir að vera mjög löng.

HH-current-239x239

Fílalag

Bergur Ebbi og Snorri Helgason, Sprengjuhallarbræður og valinkunnir andans menn fíla eitt lag. Hver þáttur snýst um eitt lag, þeir brjóta niður lagið og listamanninn og ekkert endilega ef þekkingu, oftast bara alls ekki en þetta er alveg hræðilega skemmtilegt. Það er fyrir öllu.

5aa9-fa3e-4cf1-8aab-0f8b48e04441

 

Svo er ég að hlusta á fullt fullt annað. Bill Simmons hlaðvarpið um NBA, The NBA podcast hjá The Ringer, Retronauts, Polygon Quality Control, Stuff You Missed in History Class, Stuff You Should Know, Ear Hustle, Vox Worldly og fleira og fleira.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s