Scorsese

Kvikmyndir eiga sér ekki langa sögu í hinu stóra samhengi hlutanna. Einn af þeim leikstjórum sem mun alltaf tróna á toppnum meðal þeirra bestu sama hversu mörg á munu bætast við kvikmyndasöguna er Marin Scorsese.

Þessi smávaxni maður sem andar New York bæði inn og út fékk í gær heiðursverðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Scorsese er ekki bara þekktur fyrir myndir eins og Taxi Driver, Raging Bull, Goodfellas og The Departed heldur er hann einn af þeim mönnum sem hristi upp í Hollywood á þeim tíma sem akkúrat þurfti að hrista upp í kerfinu. Scorsese ásamt vinum sínum Coppolla, De Palma, Spielberg og George Lucas breyttu landslaginu eins og það var og hafði alltaf verið í þá Hollywood sem við þekkjum í dag.

Kvikmyndaverin réðu öllu og ekkert var skapað sem talist getur nema ef þeir hefðu ekki beitt sér fyrir því að breyta kerfinu. Kerfi sem að var svo rotið að bíóhúsin sýndu ekkert nema ef kvikmyndaverin leyfðu það. Þeir félagarnir voru allir komnir á spenann og byrjaðir að mestu að mala gull fyrir kvikmyndaverin en þeir dreifðu auðnum, og gerðu samninga þess efnis að þeir myndu ekki gera næstu mynd nema ef að þessi og hinn fengi að gera ódýru myndina sína og svo framvegis. Þeir eru margir leikstjórarnir sem skulda þessum mönnum mikið, menn sem allir unnu með þeim á sínum tíma og fengu það svo launað svo um munar.

Scorsese á alltaf sinn sess í mínu hjarta. Ekki fyrir allar hinar frábæru kvikmyndir heldur fyrir að hafa gert minn allra allra uppáhalds bút úr lagi að stórvirki í einhverri bestu senu sem má finna í þrekvirkinu Goodfellas. Scorsese tekur þar partinn úr Eric Clapton (Derek & The Dominos) laginu Layla sem aldrei er spilaður í útvarpi og alltaf klippur út í uppgjörssenunni frægu þar sem að De Niro og félagar eru búnir að losa sig við sína meðseku félaga í flugvallarráninu. Þessi sena er æði.

httpv://www.youtube.com/watch?v=yRmefo-1Fis

Ein athugasemd á “Scorsese

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s