nýbúafundur

Í kvöld er nýbúafundur í Breiðholtsskóla þar sem erindrekar og ráðamenn leiða saman hesta sína og fara yfir málin. Og afhverju er þessi fundur haldinn í Breiðholti?
Því er fljót svarað, því Breiðholtið er eina alþjóðahverfið í borginni með alþjóðastefnu sem önnur hverfi öfunda okkur af. Hér er hámenning, mekka menningar og lista þar sem hugvit og nýsköpun allstaðar af úr heiminum kemur saman, hverfinu til eflingar og framdráttar.
Hér anga stigagangarnir ekki bara af kjötsúpu og skreið eins og í öðrum skítahverfum heldur lykta þeir af framandi matargerð eins og t.d. Lasagne, London lambi, Gordon Bleu og dádýra Carpaccio.

Svo má líka bæta við að Breiðholtið er með pólska kjörbúð sem er með valinn varning frá menningarsvæðinu Póllandi. Pólland hefur einmitt alltaf verið kölluð perla austur Evrópu og því verslunin sannur hvalreki fyrir sælkera og matarunnendur í Breiðholti.

Tilvalið að keyra uppí fjallið helga á sunnudegi með alla fjölskylduna og fara í kjörbúðina góðu. Kaupa þar pólskt gotterí, já eða pólska geita-mjólk sem bragðast næstum því eins og RC-Cola.

7 athugasemdir á “nýbúafundur

  1. Haahahahaha…fínt að geyma þetta bara á eða við „fjallið helga“. Þá erum við laus við þetta af sléttunni fögru, flóanum bjarta, dalnum djúpa og ströndinni breiðu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s