Helgi Seljan

Oft þegar hitamál koma upp kemur fólk í sjónvarpið þar sem sjónvarpsmenn grilla það og spyrja óþægilegra spurninga.

Í gær snérist dæmið aðeins við (spólið ca 3/4 inn í þáttinn). Jónína Bjartmarz kom í Kastljós og grillaði Helga Seljan frv. kosningastjóra Samfylkingarinnar sem brast ókvæða við og varð sér eiginlega til skammar. Ég fíla Helga Seljan, en hann kom ekki vel út úr þessu í gærkvöldi.

14 athugasemdir á “Helgi Seljan

 1. Mér finnst afar áhugavert að klippt hafi verið aftan af útgáfunni sem kom á vefinn. Gekk Jónína gersamlega fram af dagskrárgerðarfólki eða varð Helgi sér svona illilega til skammar?

 2. ha? fannst þér Jónína standa sig vel??

  Það klippist stundum aftanaf ef farið hefur verið yfir tímann til dæmis og gleymst að láta aðalstjórn hússins vita.. upptökur á netinu miðast við þessa settu tíma..

 3. Já mér fannst Jónína standa sig helv. vel en Helgi ekki. Helgi hélt ekki kúlinu eins og Jónína og var fullur af heift fannst manni. Hann greip fram í fyrir henni og var almennt bara dónalegur sjónvarpsmaður. Þetta var svona fréttamennska eins og ætti heima á Útvarpi Sögu.

  Brynja: Getur séð fulla útgáfu í VOD þjónustu Sjónvarpi Símans þér að kostnaðarlausu, þar ekkert köttað af eins og á ruv.is sem eins og Lovísa bendir á er ekki viljaverk heldur bara eitthvað varðandi kerfislega uppsetningu.

 4. Þetta var alveg dropinn sem fyllti mælinn. Mig hefur lengi langað til þess að commenta á þennan blessaða mann hann Helga Seljan og hans æsifréttamennsku, ég hef bara aldrei fundið vettvanginn til þess.
  Langaði að skrifa comment hjá Sigmari (kollega hans) af því að síðasta bloggið hans var um ærumeiðingar og því fannst mér vel við hæfi að skrifa eitthvað undir þá færslu en ég hætti svo við það. Helgi Seljan heldur að það sé geðveikt kúl að tala hraðar og meira en allir hinir, koma fram eins og allir viðmælendur hans glæpamenn eða vitfyrringar sem hann þurfi að sýna í tvo heimana. Ég hef aldrei séð viðtal eða frétt hjá honum þar sem hann er ekki að reyna að vera einhver hotshot sem ætlar að krossfesta viðmælandann.
  Helgi skaut sig hins vegar laglega í fótinn í gær og alveg kominn tími á að einhver træði tappanum í kokið á honum. Þetta var ekki bara ílla undirbúið viðtal hjá honum heldur var hann dónalegur og hálf hjákátlegur allan tímann sem Jónína var í stólnum.

 5. Jónína hefur verið svo tvísaga í þessu að það hálfa væri nóg. Hún segir nefndina ekki hafa vitað að hún hefði komið þarna að, en svo kemur í ljós að hún var skráður umboðsmaður viðkomandi á umsóknina.

  Finnst þessi umræða annars komin út í svo mikið rugl. Í öðrum löndum hefði þetta verið skoðað, og þessu hefði verið svarað málefnalega. Ef menn hafa ekkert að fela, þá ætti að vera mjög auðvelt að svara þessu svo vel sé. Ef það kemur í ljós (eins og þetta lyktar nú illa) að Jónína hafi beitt þrýstingi, eða þá það sem væri enn verra er að ef að nafn Jónínu á umsókninni (miðað við að hún sé skráður umboðsmaður) hafi haft úrslitaáhrif, þá þyrfti einhver að fjúka – en ekki á Íslandi.

  Myndi halda að það væri kappsmál fyrir viðkomandi (t.d. Jónínu) að leggja öll spilin á borðið. En t.d. í „viðtalinu“ hjá Helga þá gerði hún það ekki heldur fór í vörn og bullaði eintóma vitleysu.

  Það virðist annars vera fylgni á milli þess að styðja og kjósa sjálfstæðisflokkinn í „blindni“ og að verja Jónínu án þess að fólk sé tilbúið til þess að skoða virkilega það sem skiptir máli.

  Þessi umræða, og þessi afgreiðsla á umsóknum um ríkisborgararétt, er öllum til skammar. Það eina sem að getur botnað lágkúruna er að Frjálslyndi flokkurinn taki sig til og fari að tala um berkla í þessu samhengi.

  Mér blöskrar bara…

 6. Kemur Sjálfstæðisflokknum ekkert við nema að Bjarni Ben er formaður Allsherjarnefndar sem að afgreiðir umsóknirnar.

  Jónína er ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.

 7. Þetta kemur ekki á nokkurn hátt framsóknarflokknum né sjálfstæðisflokknum við. Þetta kemur í raun og veru engum við! Hvorki Helga Seljan, Kastljósinu né Siggu Júllumöggu útí bæ. Þetta var bara umsókn um íslenskan ríkisborgararétt, rétt sem er útdeilt eins og póstinu á hina og þessa án þess að nokkuð sé sagt eða gert í málinu! Þetta kemur engum við og er ekki neitt út á þetta að setja! Þetta endurspeglar hins vegar í einu og öllu hvað Helgi Seljan er gjörsamlega að sprengja æsifréttamennskuskalann!

  Þetta er bara fyndið…

 8. Jónína hefði alveg getað bara sagt „ástæðurnar eru persónulegar“ eða eitthvað slíkt og þannig svarað einfaldri spurningu hjá Helga. Hann spyr aftur og aftur því hann fékk aldrei svar. Það getur vel verið að það hefði átt að spyrja einhverja aðra en Jónínu út í þetta, því ég bara stórefast um að hún sé það siðblind að setja pressu á nefndina að veita tengdadótturinni ríkisborgararétt. En ef nefndin sér nafnið hennar og ákveður að það sé næg ástæða, þá er eitthvað mikið að. Mér finnst þetta bara snúast um hvort veiting ríkisborgararéttar sé virkilega bara geðþóttarákvörðun nefndarinnar..

 9. Hún sagði ekki orðrétt að ástæðurnar væru persónulegar heldur sagði að hún myndi ekki tjá sig um mál einstaklinga sem er alveg nóg finnst mér. Embættismenn almennt eiga ekki að tjá sig um málefni þeirra sem til þeirra leita, hvort sem það eru tengsl á milli þeirra eða ekki.

  Veiting ríkisborgararéttar er ekki geðþóttarákvörðun nefndarinnra heldur sér Útlendingastofnun um að veita þennan rétt sem þeir sem fá neitun hjá þeirri stofnun geta áfrýjað og fengið undanþágu og sér Allsherjarnefndin um þær. Þannig eru bara lögin. Hvort það sé rétt eða ekki hef ég enga skoðun á enda þekki ég ferlið ekki nógu vel til þess.

  Ari kemur með fínan punkt að bæði hafa kannski staðið sig illa. En í mínum huga stóð Helgi sig miklu verr heldur en Jónína og eiginlega bara fáránlega illa miðað við fréttamann í þessari stöðu. Sérstaklega fyrst að við erum að ræða þetta stóð hann sig illa þegar hann var með einræðuna fyrr í vikunni þar sem engin viðmælandi var eða neitt slíkt. Bara rasaði um þetta mál í nokkrar mínutur einn. Meðlimir allsherjarnefndar eru búnir að gefa það út, í öllum flokkum að þeir hafi ekki vitað af þessum tengslum. Við þurfum bara að treysta því að það sé rétt.

 10. Gummi, ég veit að „Veiting ríkisborgararéttar er ekki geðþóttarákvörðun nefndarinnra“, eða það Á amk ekki að vera þannig! 🙂 það sem ég átti við er að þetta lítur soldið þannig út með þessu máli..

 11. Puff!!!
  Hvernig væri í fyrsta lagi að Framsóknarflokkurinn héldi fund þar sem þau finndu annað orð til að nota en ,,dylgjur“ – eru ekki flestir sammála um ofnotkun þess?
  Í öðru lagi, í flestum öðrum siðmenntuðum löndum hefðu fjölmiðlar hamast á málinu til að leiða sannleikann í ljós sem svo yfirleitt leiðir til þess að ráðherrar segja af sér, af því að ólíkt Íslandi þá bera ráðherrar ábyrgð. Það er einmitt hlutverk fjölmiðla að vera beinskeytir, ekki að taka drottningarviðtöl við þessa fávita þar sem þeir fá að lýsa einhverjum plasthúðuðum loforðum sem aldrei verða að raunveruleika. Fjölmiðlar eru hreinlega ekki nógu beinskeytir (og þá er ég ekki að tala um ruslblaðamennsku) og fylgja málum alltof illa eftir. Hvar er viðtalið við þessa stúlku og nefndarenn?
  Í þriðja lagi, sýnir þetta dæmi auðvitað enn eina ferðina hversu lagaumhverfið á íslandi er í miklum molum.
  Að lokum er ég gjörsamlega ósammála því sem kom hér fram að ofan, að þetta komi ekki neinum við. Auðvitað kemur það almenningi við og auðvitað eiga ráðherrar eða aðrir þeir sem verða vísir að spillingu (sem ég er ekki að fullyrða að eigi við hér) af hvaða tagi sem er að víkja embætti. Þetta eru konungsbornir einstaklingar heldur þjónar fólksins í landinu.
  Lifi Didda Crew!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s