tóndæmi dagsins

Föstudagur og helgin fer að detta í hús. Tóndæmi dagsins eru ekki ný heldur er tilgangur þeirra að sýna lesendum síðunnar eitthvað sem það mögulega gæti hafa misst af eða veit hreinlega ekki af.

Fyrra tóndæmið er með sveitinni The New Pornographers með Carl Newman fremstan í flokki ásamt hinni guðdómlegu Neko Case sem flestir indie krakkar heimsins dýrka og dá. Sveitina ættu flestir að þekkja en ég vona að þeir sem komi af fjöllum muni hlusta á tóndæmið og sannfærast um snilldina. Trommurnar í þessu lagi eru brill. Lagið hefur í raun að geyma allt það besta við hljómsveitina, Carl og Neko syngja bæði, textinn er góður og lagið afskaplega grípandi, enda ekki við öðru að búast af þessari stórkostlegu svei.

The New Pornographers – Streets of Fire 

Seinna tóndæmið er með hljómsveit sem stendur mér nærri. Plötum sveitarinnar nauðgaði ég árið 2004 og hef haldið við síðan. Endaði svo sprellið með því að fara utan til að sjá sveitina á mögnuðum tónleikum í Kaupmannahöfn með honum Bjarka. Þetta er sveit sem allt, allt of fáir vita af því miður. En við lögum það í dag. Það er í raun skylda að hlusta á plötuna 69 Love Songs sem einmitt inniheldur 69 ástarlög og plötuna I þar sem öll lögin byrja á I. Sveitin hefur haft ótrúleg áhrif á The Arcade Fire og sagði Win Butler söngvari og forsprakki Arcade Fire að lagið Born on a train með Magnetic Fields væri ástæðan fyrir að hann hefði skellt sér útí músik. Látum fylgja með youtube myndbandi þar sem Arcade Fire taka Born on a train. Stephin Merritt höfuð og herðar Magnetic Fields er snillingur, flókið einfalt!

Tóndæmið með Magnetic Fields heitir All The umbrellas in London. Hlustið á textann, hann er æði.

Magnetic Fields –  All The Umbrellas in London

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s