B Boltinn

Mikill léttir eftir B-boltann í kvöld en nú er fyrsta markið komið. Markið var heldur ekkert ljótt heldur gott sól í kringum Villa í markinu og eftirleikurinn var auðveldur enda markið galopið. Ég er klárlega nýliði ársins með tvo frábæra leiki í röð á bakinu.

Ég stóð svo vaktina í markinu og stóð mig með prýði, varði með andlitinu einu sinni og nokkur dauðafæri frá Vidda sem telst gott.

Villi fær mínus fyrir að grípa boltann einu sinni í marki sem er bannað, BÖB fær mínus fyrir að halda því fram að 4-4 leikurinn hafi farið 4-3 og Gunni harði fær tvo mínusa fyrir hönd í bolta dóminn sinn þar sem hann var bæði fórnarlambið, dómarinn og markaskorarinn úr aukaspyrnunni sem hann dæmdi sjálfur. Hann var svo snöggur að taka aukaspyrnuna að skora að engin náði að kvarta, það skipti sköpum í leiknum og annars hefðum við unnið 4-3. Svona gera menn ekki.

Næsta föstudag er planið að skora fleiri mörk og vera jafn frábær á milli stanganna. Það er ekkert annað sem dugar að vera double threat bæði í vörn og sókn.

5 athugasemdir á “B Boltinn

  1. Annars langar mig að leggja inn mótmæli til vefumsjónarmanna gummijoh.net það vantar linkalista á þessa síðu sem skemmir blogghringinn fyrir manni, því þar ræður músin ferðinni. Undirskrifaður er mjög ósáttur við þennan formgalla á hönnun síðunnar.

  2. nýliði ársins titilinn er minn, enda hef ég lagt mitt af mörkum til að rífa gæðin upp og er að kenna böb og gæsinni grundvallar tækni atriði og guffa að hlaupa í eyður, þannig að ég er nýliði ársins og ekkert rugl

  3. Skemmtileg nýbreytni að fá aðra eins menn í b-liðið eins og þig og lærimeistarann. Það er þó kominn meiri hiti í leikinn, en það er hins vegar skiljanlegt þegar menn átta sig á því hvaða hverfi þeir eru að representa!

  4. sko það kom ekki mark eftir að 6.ára varði með hendinni og eins og er talað um á böbbloggar, þú ert ekkert kominn í b-liðið. ssssssss.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s