Fyrir þig Guf.fi

Guðfinnur er einn af þeim sem kvartar reglulega yfir því að ég sé ekki nógu duglegur að færa hér inn texta honum og öðrum til yndisauka. Nóg finnst honum af efnistökunum og þykir honum synd að ekkert af þeim komi hér inn.

Guðfinnur þolir ekki dagskrárliðinn tóndæmi dagsins og óskar þess helst að honum sé hætt og að hér verði bara skemmtiefni daginn út og inn. Guðfinnur áttar sig ekki á því að það er til fólk sem finnst gaman að þeim dagskrárlið og halar niður tóndæmum dagsins og kvartar ef of langt líður á milli tóndæma.

Þess vegna er við hæfi að setja hér inn myndband. Myndbandið er tóndæmi í sjálfu sér. Það sameinar dagskrárliðinn tóndæmi dagsins ásamt því að vera skemmtilegt fyrir Guðfinn. Noah and the Whale er bresk sveit sem gáfu út yndislega plötu 2009 og voru núna að gefa út sína þriðju. Þrátt fyrir að vera blússandi indie sveit hefur hún fengið útvarpsspilun t.d á Rás2 og Zane Lowe, einn áhrifamesti útvarpsmaður Englendinga þreytist ekki á að spila lög með sveitinni og minna á snilldina sem hún er.

Guðfinnur myndi aldrei vita af þessari sveit ef að Rás2 hefði ekki álpast til að setja lög með sveitinni á playlistann sinn.

En þetta er fyrir þig Guffi minn. Vessgú ! Alvöru tóndæmi til þín, ekki eitthvað Elton John, Robbie Williams grín.

httpv://www.youtube.com/watch?v=f1v2jsD6wGE

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s