Manchester menn

Manchester United lönduðu í gær enn einum titlinum í Ensku úrvalsdeildinni. Menn hafa misjafnar skoðanir á þessu liði en vissulega eru þeir vel að sigrinum komnir í ár, bikarinn er þeirra og það réttilega.

Fyrir utan að hafa ógeðisbarnið Rooney innanborðs eru menn í Manchester United sem mér líkar alveg ágætlega við, svona þannig lagað sé tekið mið af því að þeir eru í þessu tiltekna liði.

Áhangendur Englandsmeistaranna eru þó kapítuli út af fyrir sig. Aðdáendur Rauðu djöflanna frá Manchester borg eru einhver sá leiðinlegasti þjóðflokkur sem ég veit um. Það sást berlega og í raun sannaði þessa kenningu heimsins fyrir fullt og allt þegar maður skoðaði Twitter strauminn sinn síðustu viku eða svo. Glataðar færslur og allskonar rúnt gjörsamlega flæddi yfir allt, í engum takti við neitt annað sem var að gerast í heiminum í kring um þá. Ég var nálægt því að eyða sumum út svo mikil var vitleysan.

Til að jafna mig eftir þetta Twitter sjokk ákvað ég að skella mér í göngutúr með frumburðinn. Skellti Margréti Dúnu í vagninn og skunduðum út á róló þar sem við feðgin skemmtum okkur konunglega. Á leiðinni heim þegar ég var að svæfa litla skæruliðann sá ég kunnuglegt merki við hún, svo kunnuglegt að ég ætlaði hreinlega ekki hvað trúa því að ég væri að sjá þetta.

Hver gerir svona lagað ? Hverjum dettur í hug að flagga Manchester United fánanum sínum á þriðjudegi og það við virðulegt raðhús ? Fasteignaverðið í hverfinu hrundi og nei, ég kannast ekkert við að hafa hent eggjum í þetta hús. Það var Margrét Dúna, hún er óviti.

3 athugasemdir á “Manchester menn

  1. Ákveðin svekkelsismökkur af þessari færslu. Að lesa að stuðningsmenn Man.Utd séu leiðinlegri en stuðningsmenn Liverpool fær mig til að efast um ALLT sem þú skrifar framvegis.
    Síðan mæli ég með því að Arsenal láti pissudúkkuna hana Wenger fara – þá kannski vinnið þið eitthvað á næstunni.

    Annars bara bestu kveðjur frá Japan og FORZA MAN.UTD 🙂

  2. Ekki vera sár Hilmar.

    Arsenal menn vita að það þýðir ekkert að svekkja sig. Svona um febrúar hvert ár veit maður að þetta fer eða er búið og þá er það bara þannig. Leikmenn Arsenal hafa aldrei þol í heilt tímabil.

    Hefði þetta verið Liverpool, Dallas Mavericks eða Boston Red Sox fáni hefði það verið það sama. Menn flagga ekki fánum erlendra stórliða. Ég skil FH fána við hún í Hafnarfirði, Magna fána í Grenivík og allt það en þetta heitir bara plebbaskapur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s