tóndæmi dagsins

Ein af mínum allra allra uppáhalds hljómsveitum eru Belle & Sebastian. Hef þrisvar farið út fyrir landsteinana til að sjá dýrðina á sviði og auðvitað hafa þau svo spilað tvisvar á Íslandi sem maður lét ekki fara framhjá sér heldur.

Loksins er að koma ný plata með Skotunum hressu. Þann 11.október ætti platan Belle & Sebastian Write About Love að lenda í öllum helstu verslunum. Á heimasíðu sveitarinnar á hlusta á nokkur lög ásamt því að bera sveitina augum í formi sjónvarpsþáttar sem þau hafa búið til.

Ekki er hægt að segja annað en að það efni sem komið hefur út lofi góðu um framhaldið. Þessi týpiski Belle & Sebastian hljómur er á sínum stað og því ekkert þarna sem ætti að koma á óvart. Þetta er svolítið eins og framhald af síðustu plötu enda sömu menn sem stjórna tökkunum.

Tóndæmi dagsins er því nýtt efni með Belle & Sebastian.

Belle & Sebastian – I didn´t see it coming

httpv://www.youtube.com/watch?v=6UeFaayyw3o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s