menningarkvöld # 4

Þá er fjórða menningarkvöldi L82 lokið við mikin lúðraþyt og lófatak þeirra sem á hlýddu.

Jói átti menningarkvöldið í þetta skiptið, hans annað skipti. Fyrsta skiptið var æðislegt enda Cinema Paradiso þá kvikmynd kvöldsins. Eftirvæntingin var töluverð enda hafði Jói ákveðið að segja sem minnst um mögulega kvikmynd þetta kvöldið. Hlyni var viðþolslaus, búin að vera spyrjandi Jóa á klukkustundarfresti í marga daga hvað Jói hefði valið en Jói gaf sig ekki.

Þegar Jói loks tilkynnti kvikmynd kvöldsins eftir smá tölu og ýtti á play andvarpaði Hlynur og skyldi ekki þessa ást okkar á útlenskum myndum eins og hann orðaði það.

Kvikmynd kvöldsins var klassíkin Nikita eftir Luc Besson. Leikstjóra sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og Jóa. Til að toppa allt er svo tónlistin eftir Éric Serra og fyrirmynd Léon myndarinnar kemur svo fyrir í lokin.

Góð mynd og gott menningarkvöld. Eina sem ég vil nefna er að það var ekki mikið úrval af kruðeríi, það þarf að laga næst að mínu mati.

3 athugasemdir á “menningarkvöld # 4

  1. Mér fannst þetta besta menningarkvöldið til þessa!

    Hvað meinaru með kruðeríið? Það voru fílakaramellur, marsipankökur, ritskex með osti og túnfisksallati…. er það lítið úrval?

  2. Ritskexið með ostinum og túnfisksalatainu var ekki gott enda fer þetta ekkert saman. Ég fékk sykursjokk af marsipankökunum og þá eru bara fílakaramellurnar eftir.

    Það er ekki gott.

Skildu eftir svar við Hlynur Hætta við svar