maraþon maðurinn

Ólafur bróðir minn kallar ekkki allt ömmu sína, kannski ekki gott orðalag þar sem hann kallar bara ömmu Dúnu og ömmu Kristínu ömmur sínar. En allaveganna, Óla bróðir minn er óttaleg hetja.

Hann tók sig til blessaður og hljóp hálf maraþon í fyrsta skipti á ævinni á hinum frábæra tíma 1klst og 29mínutur sem var undir þeim markmiðum sem hann hafði sett sér.

Virkilega ánægður með drenginn og á hann klapp á bakið skilið fyrir þennan frábæra árangur. Ég tók mig til og leyfði honum að rasskella mig í PES svona í staðin, annað var ekki hægt.

Óli náði ekki bara góðum tíma heldur hleypur með töff hlaupastíl sem gerir hann að sigurvegara í mínum augum.

Helvíti góð mynd af kappanum hér. Eins og hann sé að hlaupa með þessum saumaklúbb sem er á einhverju lalli bara í góða veðrinu.

Ef einhver var að velta því fyrir sér einhverra hluta vegna að þá get ég upplýst viðkomandi um það að myndin er fengin af hlaup.is

0052img_9719_rm07.jpg

5 athugasemdir á “maraþon maðurinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s