Hveragerði

Það er djöfulli merkilegt að rölta í gegnum grunninn þar sem Tívólíið í Hveragerði stóð einu sinni. Þetta er kannski aðeins minna en það var í minningunni en þegar maður gengur svo upp að sýkinu þar sem bátarnir voru að þá er það langtum stærra og dýpra en maður mundi eftir.

Á þessum stað eyddi maður mörgum klukkutímunum þegar maður var yngri.

Eden er ekki góður staður, hálf sjabbí og skítugur og ísinn er dýr þar. Þó að þau selji Kjörís sem er án nokkurs vafa besti ísinn réttlætir það ekki verðskránna.

7 athugasemdir á “Hveragerði

  1. Við fórum á Hvolsvöll á opnun myndlistarsýningu en mér láðist að taka myndir þar. Stoppuðum í Hveragerði til að fá okkur ís.

  2. Ég tók einmitt eftir hinu sama um daginn, þ.e. að mér fannst staðurinn miklu minni en mig minnti. Rak þó ekki augun í síkið.

    Hinsvegar er það staðreynd að besti ísinn er á Hagamel, og þá er það ekki smekksatriði heldur – eins og áður hefur komið fram – vísindaleg staðreynd.

    Rétt eins og það er staðreynd að við hleypum ekki utanbæjarfólki í Vesturbæinn, þetta lið úr Breiðholtinu lemur fólk og stelur.

  3. Vá hvað það er satt hjá þér Scweppes… Besti ísinn er án efa á Hagamelnum…. mokkashake er næstum það besta í heimi 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s