tóndæmi dagsins

Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvar ég á að enda tóndæmi dagsins. Þetta er eitt af þessum tóndæmum sem verður að setja á netið jafnt sem og eitt af þessum tóndænum sem maður ætti að grafa ofan jörðu og láta aldrei líta dagsins ljós. En ég bara verð.

Lesendur síðunnar þekkja til Guffa. Drengurinn Bolvíski kallar ekki allt ömmu sína og er ekki af þeim skólanum að fara eftir einhverjum straumum og stefnum. Hann gerir hlutina á sinn hátt og eftir sínu nefi og er ekkert að spá í hvað öðrum finnst, sem er einmitt snilldin. Tóndæmi dagsins er einn af þessum hlutum þar sem Guðfinnur fer ótroðnar slóðir og er ekkert að spá í því hvernig útkoman endilega verður.

Einhver jólin fékk Guffi þá frábæru hugmynd að föndra jólagjöf handa vinum og ættingjum með því að taka karíókí útgáfur af lögum sem honum voru kær og spila ofan á þau. Ekki að syngja heldur spila. Og ekki spila á píanó eins og hann er þekktur fyrir heldur með melodikku. Ég myndi mikið borga til að sjá Guffa í kjallaranum í Hvassó að spila þetta inn og taka upp, honum hefur liðið eins og rokkstjörnu og ærin ástæða til.

Lögin eru tvö sem ég deili með þjóðinni, sannkölluð þjóðargjöf hér á ferð. Fyrra lagið er hið klassíska Brown Eyed Girl eftir Van Morrisson og svo hið sígilda It Wasn´t Me sem að Shaggy gerði ódauðlegt um árið ef svo mætti segja.

Takið sérstaklega eftir á 2:01 í It Wasn´t Me þar sem Guðfinnur tapar þræðinum en er snöggur að bjarga sér fyrir horn og gera sem best úr þesssu öllu saman. Endilega kommentið á færsluna svo Guðfinnur fái feedback á verkið. Taka ber sérstaklega fram að þetta er ekkert grín heldur alvara, þetta eru alvöru upptökur úr Hvassaleitinu.

Guffi – Brown Eyed Girl

Guffi – It Wasn´t Me

8 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. Jæja Muðmundur. Það var sáttur sigurvegari sem sofnaði í gulu treyjunni í gær. Þú mátt senda mér verðlaunin, eldbökuð pizza, á Monoko.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s