saga 103

Sá ótrúlegi atburður gerðist í gær að það náðist mynd af nokkrum af merkustu konum Íslandssögunnar á mynd og það saman. Hér er ekki um að ræða nein Photoshop trikk eða tölvuvinnslu af neinni gerð heldur gerðist bara sá ótrúlegi hlutur að þær voru allar staddar á sama stað á sama tíma. Ég hélt reyndar að það væri bannað svipað eins og okkur bræðrum er bannað að fara í flugvél saman, það yrði of mikill missir að Kiddi Jóh, Óli Jóh og Gummi Jóh myndu farast í flugslysi.

Myndin er tekin í íþróttahúsinu að Austubergi í Breiðholti. Ég setti nokkra hringi til að benda á aðalatriðin og smá atriðin. Blár hringur bendir á aðalatriði og rauður bendir á aukatriði. Ég blurraði alla aukaleikara sem koma myndinni ekkert við.

Við byrjum frá hægri og á aðalatriðunum

1. Mamma Jóh sjálf.

2. Ragnar Þorsteinsson, fyrrum kennari minn í Breiðholtsskóla, skólastjóri Breiðholtsskóla og nýráðinn sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar.

3. Vigdís Finnbogadóttir , fyrrum forseti Íslenska lýðveldisins.

4. Guðrún Kristjánsdóttir, tengdamamma Kidda Jóh og amma Heklu Dísar og Vöku Líf, guðdætra minna.

Smáatriði:

1. Mamma Joh er í BETRA BREIÐHOLT bol eins og Drengjakór Breiðholts kom fram í þegar hann tróð upp í Kastljósi. Það er fleirum annt um Breiðholtið en bara mér, mamma gengur stolt í þessum bol.

4 athugasemdir á “saga 103

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s