Þorrablót

Katrín fær mikið og gott hrós fyrir að halda þorrablót í gær. Þar sem þorrablót eru aðeins haldin úti á landi var blótið haldið í Mosfellsbæ.

Súr hvalur vakti mesta lukku ásamt rófustöppunni. Það er nauðsynlegt að hafa svona hlut eins og rófustoppu á borðum til að núlla út vonda bragðið á milli rétta. Heimareykja hangikjötið var líka eitt það besta sem að ég hef bragðað í háa herrans tíð. Mjeg gott.

Dóri fær svo sérstök heiðursverðlaun fyrir að vera fulli karlinn. Hann tók öll brennivínsstaup sem fólk annað hvort hafði ekki lyst á eða gat ekki klárað.

Hreyfill fær svo mínusinn fyrir að rukka nærri 3500 krónur fyrir leigubíl úr Mosfellsbæ í miðbæ Reykjavíkur. Það mætti halda að það sé notaður stórhátíðartaxti því að undankeppni Eurovision var í sjónvarpinu.

Og fyrst að ég er byrjaður að þá er ég mjög ósáttur við lagið sem vann. Í fyrsta lagi á ekki að senda Skerjavíkurskáldið Kristján Hreinsson út, í annan stað á ekki að senda lag sem í vantar þessa týpisku Eurovision hækkun og í þriðja lagi var þetta ekkert besta lagið. Heiða og Dr. Gunni hefðu átt að vinna.

5 athugasemdir á “Þorrablót

  1. Hvaða væl er þetta…það má öllu venjast.Hvort sem að það eru súrir pungar, Eurovision lagið í ár eða leigubílataxtinn ( voru þið ekki 7 í þessum bíl ?). En takk samt fyrir frábært kvöld:)

  2. Hér er engin að væla Kata. Ég smakkaði allt sem ég hafði ekki smakkað áður. Til dæmis þarf ég ekkert að smakka hvalrengi aftur. Hef smakkað það hjá í gamlársboði Sjávarréttarráðherra og þarf ekkert að smakka það aftur, ég er enn með það bragð á hreinu.

  3. Ég hef aldrei farið á Þorrablót þannig að ég tek hattinn af fyrir ykkur.. en ég lagði leið mína í sushi-innflutningspartý í Mosfellsbæ um helgina…. það var mjööög sérstakt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s