umræðan

Eins nauðsynleg og umræðan um streymi útlendinga inní landið er að þá finnst mér hún jafn leiðinleg. Sá sem er á móti streyminu og heimtar að eitthvað sé gert er sagður vera rasisti og sá sem er með streyminu er kallaður eitthvað annað.

Það sem stuðaði mig þó sérstaklega við þessa umræðu og fékk mig þá til að vera henni afhuga voru orð Guðjóns A. Kristjánssonar formanns Frjálslynda flokksins í viðtali á Rás2 en þá sagði hann að ríkisstjórnin myndi aldrei gera neitt við þessu streymi erlends vinnuafls þar sem tveir meðlimir hennar væru innflytjendabörn.

Þetta eitt og sér er rasismi, þetta heitir ekki að dansa á neinni fínni línu eins og menn eru að kalla það í umræðunni heldur bara hreinn og klár rasismi. Seinna í viðtalinu fannst formanni Frjálslynda flokksins það gjörsamlega fáránlegt að atvinnurekendur myndu ráða erlenda starfsmenn sem væru færari starfsmenn heldur en íslenskur starfsmaður sem myndi sækja um sama starf. Honum fannst eðlilegra að íslendingurinn myndi fá starfið eingöngu út á það að vera íslendingur en matið um ráðningu átti ekki að snúast um hver væri sá hæfasti.

Þetta er bara rugl.

6 athugasemdir á “umræðan

  1. …þetta er mjög skýrt, hvað sem það heitir: kynja-
    kynstofns- eða veiðikvóti þá er það Rugl
    Burt með kvótann, burt með helv… kvótann!!!

  2. Þetta er ekki rasismi (e.racism) heldur frekar útlendingahatur eða þjóðernishyggja (sem er engu betri). Flestir þessir útlendingar, sem eru að koma hingað eru jú hvítir.

  3. Okkur Íslendingum finnst við svo æðisleg og okkur finnst sjálfsagt að við fáum að troða fótum okkur niður útum allan heim. Erum með svo mikið egó að við teljum að löndin séu heppin að fá okkur!!! En nei það má enginn koma til okkar, við erum yfir svona útlendinga hafin!
    Það er vissulega þörf á umræðu um þetta og hefði einhver annar en Frjálslyndi flokkurinn mátt taka af skarið. Það þarf virkilega að hlúa að þessum hópi og tryggja það að þau fái tækifæri hér líkt og við svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og aðrar Evrópuþjóðir, heilu kynslóðirnar sem eru mjög reiðar. Eigum að reyna að læra.

  4. já umræðan er góð og ætti að vera til þess fallin að vekja athygli á hversu illa stjórnvöld eru undirbúin!!! það á að ræða þetta og opna huga fólks og veita innflytjendunum betri stuðning!! allir þeir sem hafa búið í fjölmenningarlegu samfélagi hljóta að sjá hvað það er skemmtilegt.. svo sammála Björk hér að ofan með það að okkur finnst ekkert sjálfsagðara en að valsa um önnur lönd án þess að opna okkar land.. bendi á skemmtilegan pistil á http://sigmarg.blogspot.com/, færsla fimmtudaginn 9.nóv, um þetta mál..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s