Af skrímslum og mönnum

Bæði menn og vinsældarlistar eru að tapa sér yfir fyrstu plötu Of Monster and Men sem kom út nýverið. Ég ætla ekki að hoppa á þessa jákvæðnislest sem er farin að hljóma og ætla mér að segja að þetta sé eingöngu la-la miðlungsefni.

Vissulega eru þessir krakkar hæfileikaríkir, með góða söngrödd og góðir hljóðfæraleikarar. En tónlistin sjálf, sem allt snýst jú um er bara þannig að maður hefur heyrt þetta allt áður.

Ég er bara að hlusta á Edward Sharpe & The Magnetic Zeros, Fleet Foxes, Arcade Fire, Plants & Animals og fleiri góðar sveitir sem allar hafa slegið í gegn í þessari indie krútt bylgju sem krakkarnir í Of Monsters and Men hafa krukkað saman í eina heilsteypa plötu sem þau kalla sína.

Ég er ekki að saka þau um stuld eða neitt slíkt en frumlegheitin eru lítil sem engin og þetta er allt svo hrikalega líkt fyrrnefndum sveitum og fleiri að ég get ekki hlustað á þetta með góðu móti án þess að vilja hreinlega bara hlusta á hina erlendu listamenn sem sveitin sækir sínar fyrirmyndir í.

Segið mér að þetta sé ekki alveg sama tóbakið ?

httpv://www.youtube.com/watch?v=8Dw8qdmT_aY

httpv://www.youtube.com/watch?v=Qb9jY8yAxgs

The Magnetic Fields

Ef það er einhver sveit fyrir utan Belle & Sebastian og Bítlana sem á fastan sess í hjarta mínu er það hin stórkostlega vanmetna og nær óþekkta The Magnetic Fields.

Að hún sé ekki fræg skil ég ekki því lögin og þá sérstaklega textarnir eru einhver mesta listasmíð sem ég hef á ævi minni heyrt. Stephin Merrit, forsprakki sveitarinnar sem semur öll lög og alla texta er einhver mesti snillingur sem ég hleypt í mín eyru. Textarnir tala til manns á svo mörgum sviðum og geta í senn skellt manni grátandi í fósturstellingu yfir í að ætla að sigra heiminn og allt þar á milli.

Win Butler, forsprakki Arcade Fire sagði eitt sinn að Magnetic Fields séu ein stærsta ástæðan fyrir því að hann hafi farið að gera tónlist sjálfur. Hann hafi verið að vinna í skóbúð og alltaf verið að heyra lög með sveitinni í útvarpinu og hann hafi í kjölfarið hringt daglega í útvarpið og beðið um lög með Magnetic Fields til að heyra meira með sveitinni. Hér má sjá og heyra Arcade Fire taka Born on a train sem á finna á Magnetic Fields plötunni Charm of the Highway Strip.

Lögin eru ekki flókin heldur afskaplega einföld sem gerir textunum einmitt hærra undir höfði og þeir fá að njóta sín án þess að tónlistin taki of mikið frá þeim eða yfirgnæfi. Textarnir fjalla iðulega um ástina og tekur Stephin Merrit oftast kaldhæðna, bitra og sótsvarta sýn á ástina sem er svo frábært. Gott dæmi um slíka textasmíð er hið frábæra Yeah! Oh Yeah! af þrekvirkinu 69 Love Songs sem er þreföld plata með jú, mikið rétt 69 lögum um ástina.

Í laginu er par að syngja til hvors annars þar sem að konan spyr manninn sinn hvort að hann sé hættur að elska hana, hvort að hann vilji bara vera einn, hvort að hún fari í taugarnar á honum, hvort að hann hrylli við þegar hún hringir í hann og hvort að hann sé að halda framhjá.

Svarið er alltaf já ásamt fleiri spurningum af svipuðum toga sem endar með því að hann drepur hana.

Ég mælist til þess og hreinlega heimta að fólk taki smá rúnt á Youtube og hlusti á lög The Magnetic Fields. Platan 69 Love Songs ætti að vera góður inngangur að sveitinni. Sýnir fjölbreytileika hennar og snilld í einu verki þó langt sé. Platan I (þar sem að öll lögin byrja á I) og platan Get Lost ættu svo að koma strax á eftir.

Endum þessa skipun á ábreiðu/kráku/kóveri/tökulagi Peter Gabriel þar sem hann tekur eitt fallegasta lag The Magnetic Fields og gerir ótrúlega vel. Lagið heitir The Book of Love og er af hinni frábæru 69 Love Songs.

httpv://www.youtube.com/watch?v=FmnDXRJ7btE

The New Pornographers

Eitt það besta sem að Kanada hefur gefið af sér er ofurgrúbban The New Pornographers. Sveitin er vanmetin og hvet ég fólk til þess að kynna sér hana. Nei, ég tek þetta til baka. Ég skipa ykkur að hlusta á lög með henni, hún er nefnilega æði.

Svo ef þið fílið það sem þið heyrið takið þið annan rúnt og hlustið á sóló verkefni hljómsveitarmeðlima. Byrjið á Neko Case (söngkonan), hoppið svo yfir í Destroyer (hljómborð og söngur) og hoppið svo í A.C Newman (söngvari og gítarleikari).

Þetta ráð er ókeypis.

httpv://www.youtube.com/watch?v=XBAUQaj6EJo

Árslistinn 2010

Það er víst komið nýtt ár sem þýðir að það þarf að gera upp það sem var að klárast. Geri það upp á þann eina máta sem ég kann og það er að gera upp tónlistarárið 2010 sem var bara nokkuð gott. Ekkert fallbyssu ár hjá erlendu listamönnunum en margt gott sem kom engu að síður og því ber að fagna.

Íslenskar plötur á árinu voru yndislegar og margar alveg ótrúlega góðar. Ég átti í mestu erfiðleikum að raða þessu niður sómasamlega fyrir innlenda listann.

Fyrir áhugasama má hér nálgast eldri lista :

2004 / 2005 / 2006 / 2007 / 2008 /2009

Bestu erlendu plöturnar 2010

10. Broken Bells – Broken Bells

Dangermouse (Hin frábæra plata The Grey Album og meðlimur Gnarls Barkley) og James Mercer, forsprakki The Shins vinna hér saman og búa til helvíti þétta og góða plötu.

httpv://www.youtube.com/watch?v=gWBG1j_flrg

09. Vampire Weekend – Contra

Meira af því sama hér, Hljómur þessara drengja er mér að skapi eins og hjá svo mörgum öðrum og hann bara virkar. Einfalt og hresst.

httpv://www.youtube.com/watch?v=HN8mjY7JMSw

08. Gorillaz – Plastic Beach

Yndisleg plata, margt í lögunum sem á stundum minnir mig á Death Cab For A Cutie og þá bylgju alla en eftir sem áður er hún heilsteypt og full af flottum lögum.

httpv://www.youtube.com/watch?v=04mfKJWDSzI

07. Belle & Sebastian – Belle & Sebastian Write About Love

Uppáhalds hljómsveitin mín mætir hér í sjöunda sætið. Sjálfstraustið lekur af sveitinni á þessari plötu en samt vantar einhvern neista, neistann sem geriir sveitina svo frábæra í mínum huga. Samt eru mörg góð lög á plötunni en hún er ekki eins góð og ég hafð vonað.

httpv://www.youtube.com/watch?v=6UeFaayyw3o

06. The New Pornographers – Together

Kanadíska súpergrúbban sem aldrei stígur feilspor í mínum huga. Þau kunna að búa til grípandi stemmingslög og með AC Newman og Neko Case í forsvari er ekki hægt að klikka. Í seinni tíð hafa samt lögin hans Dan Bejars (Destroyers, Swan Lake) heillað mig mest, hann er snillingur.

Verð að sjá þau á tónleikum, bara verð.

httpv://www.youtube.com/watch?v=bxMCaU83QKs

05. Mumford & Sons – No Sigh No More

Sveit ársins, engin spurning. Ótrúlega falleg lög og eitthvað fyrir alla hér á þessari plötu. Marcus Mumford er með ótrúlega flotta rödd.

httpv://www.youtube.com/watch?v=lLJf9qJHR3E

04. Arcade Fire – The Suburbs

Gífurlega erfitt fyrir þessa sveit að fylgja eftir ótrúlega sterkum tveimur fyrstu plötu en þau gera það nú bara samt. Maður er alltaf að finna nýtt uppáhaldslag og alltaf kemur inn nýr „wow-factor”. Yndi.

httpv://www.youtube.com/watch?v=0L6ZFhZVOx0

03. LCD Soundsystem – This Is Happening

New York sveitin gaf út plötuna This is Happening í maí á síðasta ári og hefur allt árið farið í að taka við einróma lofi. Skiljanlega. Snilldarplata sem felldi LadyGaGa eftir fimm mánaða veru hennar á toppnum á Billboard listanum.

httpv://www.youtube.com/watch?v=qdRaf3-OEh4

02. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Hefði aldrei átt von á því að setja plötu með Kanye á listann minn en guð minn góður, þessi plata er meistaraverk.

httpv://www.youtube.com/watch?v=O7W0DMAx8FY

01. The National – High Violet

Borgin sem gaf okkur Doris Day, Carmen Electra, Steven Spielberg og hafði Jerry Springer sem borgarstjóra er hér að gefa okkur hreint ótrúlega plötu. Þetta er ein af þessum plötum sem fá mann til að hugsa aftur og aftur hvað tónlist sé nú yndisleg, maður fær gæsahúð upp eftir allri mænunni og getur bara ekki hætt að hlusta.

Svo fær sveitin plús fyrir að forsprakkinn lítur alveg út eins og pabbi hans Togga.

httpv://www.youtube.com/watch?v=yfySK7CLEEg

Bestu innlendu plöturnar 2010

10. Agent Fresco – A Long Time Listening

Almennt ekki músík að mínu skapi, eilítið of þung fyrir minn smekk en hér smellur eitthvað sem ég fíla. Gott stöff og ótrúlega vel spilandi strákar.

httpv://www.youtube.com/watch?v=YyJ5UWcbcj8

09. Prins Póló – Jukk (tóndæmi)

Svavar Pétur, Breiðhyltingur og forsprakki Skakkamanage er hér með hliðarverkefnið sitt Prins Póló þar sem hrá, skemmtileg og einföld lög fá að njóta sín. Skemmtilegir textar og Daniel Johnston fílingur í þessu.

08. Moses Hightower – Búum til Börn

Íslensk sálartónlist eins og hún gerist best. Kom aftan að mér, var ekki að fíla þetta fyrst en svo small eitthvað. Hrikalega góður söngvari.

httpv://www.youtube.com/watch?v=LmiooRCjikk

httpv://www.youtube.com/watch?v=o_GPgWkhmRI

07. Stafrænn Hákon – Sanitas

Annar Breiðhyltingur hér á ferðinni, Ólafur Josephsson Leirubakkamaður og gleðigjafi. Á plötunni Sanitas hefur Óli tekið mikið framfaraspor og eru brothættir hljóðheimar ala SigurRós, GodSpeed You Black Emperor byrjaðir að víkja fyrir þéttu popprokki þó að ambient hljóðið sé aldrei langt undan. Í stað þess að Óli sé einn eða með aðstoð vina að garfa að tónlist er hér alvöru hljómsveit komin á sjónarsviðið. Hlustendavænsta plata Óla frá upphafi.

Nafnið Sanitas vekur líka upp minningar enda Pabbi Jóh verksmiðjustjóri Sanitas á gullárum fyrirtækisins.

httpv://www.youtube.com/watch?v=4gTjYcL9-0E

06. Seabear – We Built A Fire

Yndisleg plata, alveg virkilega yndisleg. Hrikalega flott plata sem hefði verið ofar á lista ef að íslenska senan hefði bara ekki komið svona vel út í ár.

httpv://www.youtube.com/watch?v=oE7ViwXTBjY

05. Prófessorin og Memfismafían – Diskóeyjan

Vá, bara vá ! Besta fönkplata frá stofnun lýðveldisins og einhverjir skemmtilegustu textar sem að ég hef heyrt síðan Lög Unga Fólksins komu út. Þetta er barnaplata fyrir börn jafnt sem fullorðna. Hef hlustað á hana með frumburðinum, á rölti um Kópavogsdalinn með barnavagninn og svo bara í rólegheitunum. Frábær plata.

httpv://www.youtube.com/watch?v=YRk4hYwTS-0

04. Retro Stefson – Kimbabwe

Ein af uppáhalds sveitunum mínum á Íslandi í dag. Fyrsta plata sveitarinnar Montana var frábær og þessi er aðeins síðri en þó stórgóð. Þetta sound sem þessir krakkar hafa búið til er alveg ótrúlegt skemmtilegt að hlusta á. Kimba kimba kimba !

httpv://www.youtube.com/watch?v=7PIS2ZxeqTo

03. Hljómsveitin ÉG – Lúxus Upplifun

Loksins hefur Róbert Örn Hjáltýsson söngvari, lagasmiður, breiðhyltingur, gítarleikari og þúsundþjalasmiður fengið uppreisn æru sinnar, að hluta. Plata Lúxus Upplifun hefur fengið fullt hús í öllum fjölmiðlum hér á landi, verið á topplistum stóru blaðanna og síðast en ekki síst fékk platan verðlaun tónlistarsjóðsins Kraums fyrir eina af plötum ársins. Yndisleg plata sem snertir margar taugar og erfitt er að staðsetja í hús.

httpv://www.youtube.com/watch?v=OMJ6m_BpyCQ

02. Apparat Organ Quartet – Pólýfónía

Ein af mínum uppáhaldssveitum frá upphafi lands loksins með nýja plötu og blessunarlega lendir hún ofarlega á lista. Árið 2002 kom platan Apparat Organ Quartet út og hefur hún fylgt manni síðan ásamt upptökum frá Airwaves ásamt skyldumætingunni sem er að fara á Apparat tónleika á Airwaves á hverju ári.

Hér er meira af því sama, það bara skiptir engu máli enda tónlistin algjörlega sér á parti og alveg eitthvað sem að aðeins Guðir ættu að geta búið til. Elska þetta band og þessa plötu.

httpv://www.youtube.com/watch?v=WTIAvopghRg

01. Jónsi – Go

Alveg frá því að einhver lög fóru að leka á netið og fullbúin platan mætti í heyrnartólin er búið að vera um hreint ástarsamband að ræða. Menn geta alveg misst sig í SigurRósar rúnki og slefað yfir öllu sem þessir menn gera en hér á það bara við. Þessi plata er yndisleg í alla staði og ekki slegið feilpúst á henni.

Sumt er vissulega líkt SigurRós en það er ekki mínus heldur plús og því sem við er bætt er svo skemmtilegt að hlusta á að það er ekki annað hægt en að setja Jónsa í fyrsta sætið. Drengurinn gerir góða tónlist sem lyftir manni upp, gleður mann og kætir í hvert einasta skipti sem hlustað er á.

httpv://www.youtube.com/watch?v=0w3K0N39bDc

Wah Wah

Létt Lennon æði greip heiminn í stutta stund um helgina, eðlilega enda afmæli og læti. Eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana liggur eftir þá alla gríðarlegt safn af efni, misgott en mikið af því tær snilld.

Mér hefur alltaf fundist George Harrion sá Bítill sem að besta sóló efnið liggur eftir. Væntanlega er það vegna þess að hann átti mikið safn af lögum sem aldrei fékk að fljóta með á Bítlaplötum, eitthvað sem sést einna best á hinni þreföldu All Things Must Pass sem er mest selda Bítla sólóplatan frá upphafi. Mikið af þessum lögum hefði betur átt að fá að vera með á Bítlaplötum enda mörg lögin hans George oft hápunktar Bítlaplatna.

Plötuna gerði George með ótrúlega hæfileikaríku fólki. Ringo Starr er á svæðinu, Eric Clapton og „session“ spilarar sem hafa spilað á öllum helstu plötum tónlistarsögunnar að miklu leiti. 19 ára gamall Phil Collins percar meira að segja í einu lagi.

Eitt af mínum uppáhaldslögum með George er Wah Wah. Frábært hressandi lag, nokkuð einfalt en ótrúlega grípandi.

httpv://www.youtube.com/watch?v=sDCP4UeXgw8

15 plötur

Um daginn á Facebook gekk 15 albums póstur á milli manna. Tilgangurinn er að skrifa niður 15 plötur sem maður telur að muni alltaf fylgja sér. Bannað er að taka langan tíma til að hugsa sig um og því ætlast til að maður skrifi þetta hratt niður og þannig eigi listinn að vera nokkuð gildur yfir þær plötur sem að standa manni næst.

Það sem ég skrifaði niður í engri sérstakri röð var þetta :

1. Belle & Sebastian -Tigermilk

2. Trúbrot – Lifun

3. The Beatles – Revolver

4. The Arcade Fire – Funeral

5. Sufjan Stevens – Illinois

6. Spilverk Þjóðanna – Sturla

7. SigurRós – Ágætis Byrjun

8. The Beach Boys – Pet Sounds

9. The Who – Tommy

10. The Magnetic Fields – 69 Love Songs

11. Blur – Parklife

12. Maus – Lof mér að falla að þínu eyra

13. George Harrison – All Things Must Pass

14. The Beatles – Sgt. Pepper Lonely Hearts Club Band

15. Eels – Blinking Lights and Other Revelations

Hafa ber í huga eins og ég nefndi áðan að listann á maður að skrifa niður fljótt. Ef ég myndi skrifa upp annan lista í kvöld gætu einhverjar plötur dottið út og aðrar komið inn. Ég tel þennan lista þó ágætis þverskurð af því sem ég hlusta á og sýna mína tónlistarlegu hneigð ágætlega. Hefði kannski eftir á að hyggja viljað koma Davie Bowie inn og mögulega Clap Your Hands Say Yeah en svona er þetta bara.

Prófið að gera svona lista, listar eru skemmtilegir.

Drengjakór Breiðholts

Drengjakór Breiðholts, þetta fyrirbæri sem fyrst var stofnað í hálfgerðu gríni en varð svo að alvöru hefur að ég held gert allt það sem að tónlistarmenn þurfa að gera til að teljast fullgildir meðlimir í Frægðarhöll Poppsins á Íslandi.

Drengjakórinn hefur afrekað meira en margir listamenn sem við teljum til popplandsliðsins.

– Syngja fyrir fullu húsi á Nasa. CHECK

Eiga lag á topplista Rásar 2. CHECK

– Eiga lag á topplista Bylgjunnar. CHECK

– Syngja fyrir fullri Laugardagshöll. CHECK

Syngja á metsöluplötu. CHECK

– Syngja í Hallgrímskirkju. CHECK

– Syngja í Kastljósi. CHECK

Næst hlýtur það að vera Radio City Music Hall eða Madison Square Garden.