Ipod!!!

Ipodinn minn kom í gærkvöldi. Hann er fallegur, mjög fallegur. Hann er heima í hleðslu og í kvöld verður dundað sér við að setja inn góð lög inná hann. Ekkk eins og maður þurfi eitthvað að sortera mikið hvað eigi að fara inn þegar að 20gb komast þarna inn í einum rikk.

Hlakka líka mikið til að prufa Itrip græjuna mína frá Griffin. Er orðin langþreyttur á útvarpi hér á Íslandi og ég þarf þá ekki að fá mér geislaspilara í Lafðina. Núna tekur maður rúnta til Hellu og Borgarness bara afþví að maður hefur nóg af góðri tónlist.

Tölvustúss

Zempt virðist vera málið. Var að reyna að nota eitthvað sem heitir w.bloggar, forrit sem svipar til BlogBuddy sem Fúsi frændi gerði hér um árið.

w.bloggar ætlar sér bara ekkert að virka og kemur með endalaus villuboð en Zempt sem virðist virka eins er að virka bara mjög vel. Er þá ekki háður því að nota vefumhverfið í MovableType heldur get notað þetta forrit og gert allt það sem ég vil gera, sem er mjög gott því að í Firebird virka ekki text formatting takkarnir eins og í IE.

z600

Um daginn var ég að bulla eitthvað um að ég væri að fara að fá Sony Ericsson T610. Það breyttist heldur betur og fékk ég Sony Ericsson Z600 í staðin sem er bara miklu flottari. Hann hefur alla fídusana sem T610 hefur og það sem meira er, hann er með grilljón sinnum flottari skjá.

Fékk hann á Þorláksmessu og hef verið að tapa mér eilítið í hringitónunum eftir þetta, gerðist meira að segja flaming gay og fékk mér Wuthering Heights með Kate Bush sem hringitón, það verður að teljast flott.

tölvudótið enn og aftur

Helvítis tölvudót.

Ég hugsa að þetta sé eitthvað bull í sambandi við SoundBlaster Live hljóðkortið mitt og VIA kubbasettið á móðurborðinu mínu því að í hvert skipti sem ég keyri upp Winamp eða Itunes fer tölvan að haga sér svona skringilega.

Öll önnur keyrsla er bara nokkuð spök og góð. Hitavandamálið er ekki neitt vandamál þar sem hitinn er bara ekkert mikill. Svo er ég búinn að defragmenta öll drifin. Búinn að taka til í services og slökka á því sem að ég tel mig geta lifað án.

Einhverjar aðrar hugmyndir?

tropical computer

Það er held ég sumar í tölvunni minni. Allaveganna þætti mér gott að fá einhver comment frá tölvunörda crowdinu sem að les síðuna mína. Á Kleppsveginum þar sem tölvan mín hefur verið síðast liðinn mánuð hefur hún verið eins og draumur. Bara hagað sér alveg rosalega vel og allt multi-tasking bara svínvirkað. Núna er ég aftur komin heim á Jóh setrið og núna tekur hún upp á því að haga sér illa þegar ég t.d. er að nota póstforrit, skoða heimasíður og hlusta á mp3. Lögin jittera, bara hökta í spilun voða leiðinlega og tölvan er bara eitthvað hæg. Mér dettur helst í huga hitavandamál. Bæta við viftu í tölvuna og þá ætti þetta að lagast. Hvað haldið þið?? Til að Valur og Toggi spari kommentin sín að þá get ég sagt ykkur tveimur að ég er búinn að kótékka databeisið og rendera. Ok. 🙂

Linux

Hef aðeins verið að pæla í að setja upp Linux á heimavélina mína og reyna að nota það eingöngu í staðin fyrir Windows XP Pro sem ég nota núna.

Það ætti ekki að vera neitt mál þar sem ég spila enga leiki á PC lengur og öll forrit sem ég þarf eru til á Linux. Það væri held ég merkilega gaman að prufa að breyta yfir, maður sem er gjörsamlega reynslulaus þegar kemur að Linux. Prufaði SUSE fyrir mörgum árum en hætti strax að nota það þar sem Linux var ekki á því að finna 56k winmodemið mitt. Þar sem ég komst ekki á netið var ég lítið að spá í því að nota það og eyddi því út.

Núna er ég að spá í setja upp eitthvað distro og skrifa á netið hvernig það er fyrir Microsoft manninn að fara alveg yfir í Linux umhverfi. Eina sem mig vantar að vita er hvaða forrit sé best að nota. Nokkrar spurningar sem ég hef verið að spá í er t.d.

Get ég notað einhvern client sem virkar á MSN?

Hvað er besta FTP forritið? (vil gluggaumhverfi, ekki neitt console dót)?

Hvaða distró er eiginlega best að nota? (redhat, mandrake,suse eða hvað?)

Hvað er besta brennara forritið? (bin/cue, vcd, mp3 og data)

Hvað er besta ftp server forritið?

Thunderbird

Skipti út Outlook um daginn og setti upp Mozilla Thunderbird í staðin. Það gengur bara mjög vel og ekkert vont um það að segja.

Nýjasta útgáfan sem er release 0,2 er aðeins betri en 0,1 verð ég að segja við fyrstu sýn. Þó var helvítis bras að ná í útgáfu sem virkaði. Fékk alltaf CRC error þegar ég keyrði þetta upp og þurfti að finna einhvern mirror í Danmörku. Gekk þó upp að lokum og allt virkaði vel.

Thunderbird er hraðari en Outlook og ekki eins seinn og asnalegur. Reglur og annað svínvirkar en lítið annað sem ég hef um forritið að segja svona eftir stutta notkun. Sé þó ekkert eftir að hafa skipt.

Emu

Núna eru bara allir að Xbox væðast. Allt gærkvöldið fór í það að redda Xboxinu hans Árna og hans Óla bróður.

Ég er þessa dagana alveg að tapa mér í að spila eldgamla tölvuleiki. Maður fer svona í fimm mínutur í gamlan leik og manni líður bara fantavel. Minnir mann vissulega á að ég átti aldrei Nintendo tölvu og minningarnar um allan þann tíma sem maður eyddi á Eyjabakka hjá Helga Davíð við að spila tölvuleiki í Nintendo tölvunni hans. Snilldin ein.

Vinna síðustu daga hefur farið í það að aðstoða fólk við að losna við vírusa og hvar það skuli fá sér eldvegg. Merkilegt hvað fjölmiðlar hafa mikil áhrif. Gamall maður kemur til mín. Hann er með ISDN tengingu og hann hafði keypt eldvegg hjá EJS. Ekki eitthvað forrit heldur alvöru fyrirtækja eldvegg á tugi þúsunda og sölumönnum EJS datt ekki til hugar að spyrja blessaðann manninn hvað hann hafði í huga heldur bara straujuðu kortið. Ég talaði við EJS og lét þá taka við þessu til baka og sagði honum að ná í Zonealarm, það kostaði ekki neitt. Hann var gífurlega þakklátur blessaður maðurinn.

bubble

Eftir að ég setti um emulatora á xboxið hefur Bryndís loksins látið þetta tæki einhverju skipta.

Hún getur spilað Bobble Bubble með mér núna. Snilldin ein að spila þetta í smá stund. Svo er bara að plata hana í Turtles leiki og Double Dragon.