Hef aðeins verið að pæla í að setja upp Linux á heimavélina mína og reyna að nota það eingöngu í staðin fyrir Windows XP Pro sem ég nota núna.
Það ætti ekki að vera neitt mál þar sem ég spila enga leiki á PC lengur og öll forrit sem ég þarf eru til á Linux. Það væri held ég merkilega gaman að prufa að breyta yfir, maður sem er gjörsamlega reynslulaus þegar kemur að Linux. Prufaði SUSE fyrir mörgum árum en hætti strax að nota það þar sem Linux var ekki á því að finna 56k winmodemið mitt. Þar sem ég komst ekki á netið var ég lítið að spá í því að nota það og eyddi því út.
Núna er ég að spá í setja upp eitthvað distro og skrifa á netið hvernig það er fyrir Microsoft manninn að fara alveg yfir í Linux umhverfi. Eina sem mig vantar að vita er hvaða forrit sé best að nota. Nokkrar spurningar sem ég hef verið að spá í er t.d.
Get ég notað einhvern client sem virkar á MSN?
Hvað er besta FTP forritið? (vil gluggaumhverfi, ekki neitt console dót)?
Hvaða distró er eiginlega best að nota? (redhat, mandrake,suse eða hvað?)
Hvað er besta brennara forritið? (bin/cue, vcd, mp3 og data)
Hvað er besta ftp server forritið?