Frændur og afturendar

Á miðvikudaginn síðasta lét Þórunn Sveinbjarnardóttir frá sér þau klassísku orð að einhver ætti að hoppa upp í rassgatið á sér.

Þessi einhver er víst frændi Ægis Þórs Eysteinssonar, fréttamans og almenns sprelligosa og fór málið þannig að Þórunn baðst afsökunar á að hafa látið þessi orð falla. Þó að þau hefðu verið sögð í gríni og hún ekki vitað að hún væri enn í beinni útsendingu.

Vestfjarðarprinsessann Guffi frussaði úr sér kaffibollanum sem hann drakk í boði skilanefndar þegar hann heyrði þetta og kom hið snarasta öskrandi til mín á MSN um hvað þarna hefði gengið á.

Nokkrum mínutum síðar var ég búin að setja þetta á YouTube þar sem að Rúv geymir efni aðeins í 2 vikur, mér og Guffa fannst þetta of fyndið til að geta gleymst.

Innan við klukkustund eftir að myndbandið var komið á YouTube voru allir fréttamiðlarnir búnir að gera þessu skil og athugamsemdarkerfi Eyjunnar og DV orðið alelda af mannvitsbrekkunum sem þau athugasemdarkerfi stunda.

Myndbandið er að detta í 30.000 áhorf sem verður að teljast nokkuð gott yfir eitthvað sem sett var á netið til þess eins að eiga þetta á stafrænu formi, svona svipað og hinn klassíski SMS hringitónn „Davíð Oddson er ekkert nema gunga og drusla að þora ekki að koma hér og eiga orðastað við mig“.

Fréttin um þessi orð sem að Þórunn lét falla er svo sem engin en það breytir því ekki að þetta er ógeðslega fyndið.

httpv://www.youtube.com/watch?v=B0npVs-X8zA

ráðherrann

Ritstjórn síðunnar ætlar að nota tækifærið og óska fjölskyldunni Hvassaleiti til hamingju með daginn. Ekki heldur EKG ráðuneyti sínu heldur bætir hann við sig öðru. Hann er því sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra frá og með deginum í dag. Ef heldur sem horfir verður ráðherrann kannski með fimm til sex ráðuneyti undir sínum hatti eftir þrjú kjörtímabil.

Hann verður því ekki nefndur sjávarréttarráðherra lengur heldur ráðherra humra og haga. Surf n´ Turf minister á engilsaxnesku.

borgarafundur í beinni

Hvurn fjandann er Viðar Guðjohnsen, sem er í 5.sæti Frjálslyndaflokksins í Reykjavík suður að bera fram spurningu á borgarafundi RÚV? Svo var einhver gaur þarna líka með xB barmmerki.

Það finnst mér smekklaust og asnalegt. Það á engin frambjóðandi eða fulltrúi flokka að fá að spyrja svona heldur frekar einhverjir almennir borgarar eða fulltrúa hagsmunasamtaka. Það er miklu eðlilegra.