Kiddi Bje

Mættur í bloggheima er Kristinn Björgúlfsson. Maðurinn sem stendur bakvið flest siðlaus grín í Breiðholti frá byggingu þess.

Lesist með varúð. Þó að það sé ekkert alvarlegt þarna inni núna að þá mun maðurinn örugglega græta einhvern og jafnvel reita einhvern til reiði.

En hann er hress og er mættur á netið og það er fyrir öllu.

gettubetur.is

Núna er komin í loftið ágætur vefur fyrir Gettu Betur. Það sem er skemmtilegt við þennan vef er að hægt er að sjá allar úrslitarimmurnar sem hafa verið yfir árin. Stefán Páls að masa í kynningum, Siggi Kári að rífast í lok Versló VS MR þar sem honum fannst dómarinn dæma Versló í óhag og þar með taka af sér sigurinn og svo ótrúlegur bráðabani Borgarholtsskóla við MR árið 2001.

Gaman að geta séð þetta en þetta er þó svolítið stórt allt saman og því ekkert fyrir hvern sem er að skoða.

landsliðið?

Sigurjón sem ég veit ekkert hver er tekur út „blogglandsliðið“ sem ég man ekki hvar fann uppá einu sinni.

Ég sakna nagportal eins og það var eins og Valur gerir líka.

Fyrir þá sem muna eftir fyrstu útgáfu af naggnum að þér gaman að skoða þetta og láta músarbendilinn hanga smá tenglunum vinstra megin. Nostalgía sem fylgir því að skoða listann því þarna eru margir góðir sem eru löngu hættir.

Íslendingabók

Til að koma öllu um þessa Íslendingabók í eina færslu fyrir alla bloggera að þá er nóg að segja:

Við erum öll skyld!

Fyrivara má þó setja eins og t.d. að Íslendingarnir Damon Johnson og Roland Valur Eradze eru ekki skyldir okkur. En allir Íslendingar með ættingja aftur til ca ársins 1500 geta reitt á það að vera skyldir. Sama hverjum ég fletti upp í Íslendingabók, kunningja eða landsþekktum einstakling að þá er þetta skylt mér.

small world

Lítill þessi heimur. Núna þekkir maður ansi marga af þessum bloggurum og vel það. Eiginlega allir vinir eru með blogg eða hafa verið með blogg, þeir hafa allir fengið þessa bólu í höfuðið um að þetta sé málið og svo haldið áfram mig lengi og varla byrjað sumir af þeim.

Enn öðrum hefur maður svo náð að kynnast í gegnum bloggið og það er bara gaman að því. Svo eru enn fleiri sem bætast við sem maður kannast við svona í gegnum hið daglega líf og sér svo að þeir eru allt í einu mennirnir bakvið bloggið.

Sá nýjasti í flórunni er Bersi en þessum manni hef ég dæmt með all nokkrar MORGRON keppnir og vel það. Hann er hress.

Íslendingabók

Fékk í dag sent notendanafn og lykilorð inná Íslendingabók. Þetta er stór sniðugt apparat og sá ég strax að ég er skyldur öllum. Svona af vinahópnum var ég skyldastur Jóa Jökli af öllum sem ég fletti upp. Kom mér líka á óvart að ég er skyldur vinum mínum sem eiga fjölskyldur að vestan og austan sem aldra hafa stigið fæti á ættaróðöl mín í Borgarfirði, Húsafelli og á Reykjanesi. En lausgirt var þetta nú allt saman og því er þetta svona.

Af frægu fólki er Þorsteinn Joð og Hilmir Snær náskyldir og þremmenningar er orð sem maður getur notað. Samt þekki ég þetta fólk ekki neitt.

Af bloggerum má nefna Tomma, Katrínu, Bíó og fleira og fleira lið.

Flest tengist þetta í gegnum Húsafellsætt en amma Kristín sem er mamma hans pabba er í þeirri ætt. Afi Guðmundur sem er pabbi afa kom svo og afi kristinn sem er pabbi mömmu var í þriðja sæti. Amma Dúna var lítið af hafa sig frammi en eitthvað þó. Þetta er sniðugur vefur og kom mér á óvart að hann var hraður í vinnslu.