tóndæmi dagsins

Frægðarsól Írsku sveitarinnar The Cranberries reis hæst árin 1992 til 1995 með smellum á borð við Zombie, Linger og Dreams. Sveitin er víst enn að þó í mýflugu mynd en það verður ekki fjallað um það hér. Hér er tóndæmi dagsins þó með Crannberries ívafi enda lagið úr þeirra smiðju.

Passion Pit er sveit sem er rómuð af mp3 bloggurum um heim allan, gáfu út hina ágætu Manners plötu í fyrra. Þeir flytja tóndæmi dagsins og það ekkert smá hlustendavænt lag.

Taka hér Cranberrie lagið Dreams og gera að sínu ala Sigga Beinteins.

Passion Pit – Dreams

tóndæmi dagsins

Edward Sharpe and The Magnetic Zeros fá þann mikla heiður að vera tóndæmi dagsins. Einhverjir myndu segja að þetta lag hefði allt það sem þarf til að ég fái lög á heilann. Kiddi Jóh fær allann heiðurinn af þessu tóndæmi, held í fyrsta sinn sem að það gerist.

Lagið er nefnilega með blásturshljóðfæri og samsöng, þá tvo þætti ég sem virðist alltaf vera hvað mestur sucker fyrir.

Los Angeles sveitin Edward Sharpe and The Magnetic Zeros er hugarfóstur Alex Ebert sem var dömpað af kærustunni sinni, hent út úr húsinu þeirra og fór í meðferð. Í meðferðinni byrjaði hann að skrifa sögur um Edward Sharpe sem var Jesú týpa sem koma af himnum ofan til að hjálpa fólki en varð alltaf truflaður af stelpum og varð skotin í þeim.

Einmitt það já.

Látum svo fylgja með myndband þar sem að sveitin treður upp hjá Letterman í hrikalega nettum fíling.

Edward Sharpe and The Magnetic Zeros – Home

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/Edward-Sharpe-The-Magnetic-Zeros-Home.mp3%5D

httpv://www.youtube.com/watch?v=Qb9jY8yAxgs

tóndæmi dagsins

Annar mánuður ársins er að verða búinn og besta lag ársins 2010 bara komið.

Nýjasta plata þokkagyðjunnar Joanna Newsom er ekkert annað en yndisleg. Óli Jóh fær prik í kladdann fyrir að láta vita af þessari gleði.

Það er óþarfi að eyða orðum í gleðina, fegurðina og hressleikann sem hér er á ferðinni.

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/GoodIntentionsPavingCompany.mp3%5D

Joanna Newsom – Good Intensions Paving Company

tóndæmi dagsins

Í vinnunni sit ég hliðina á honum Sebastién. Hann er frá Frakklandi en hann veit ekkert um tónlist þaðan sem er miður.

Hann skilur illa hvernig ég nenni að hlusta á Serge þar sem ég skil ekki orð í frönsku og hann veit ekkert um Air, Daft Punk eða hljómsveitina sem í dag er tóndæmi dagsins.

Hljómsveit dagsins er hin frábæra sveit Phoenix sem hefur vensl við bæði Air og Daft Punk en tónlistin er af öðrum toga. Einn meðlimur Phoenix var í hljómsveit með Daft Punk liða og Phoenix spilaði á tíma sem hljómsveit Air, þegar að Kelly Watch The Stars reis sem hæst.

Hér er gleðilegt indiepopp í hávegum haft og eitt af lögum ársins 2009 er klárlega tóndæmi dagsins. Lagið Liztomania sem er opnunarlag hinnar frábæru Wolfang Amadeus Phoenix sem er fjórða stóra plata Phoenix.

Tóndæmi dagsins er þó ekki af plötunni sjálfri heldur órafmögnuð útgáfa af þessu frábæra lagi.

Látum samt upprunalegu útgáfuna fylgja í myndbandsformi og flash player fyrir þá sem geta ekki halað niður. Hér er verið að auka þjónustu til muna.

httpv://www.youtube.com/watch?v=NhhzV5Xv9Tw

Phoenix – Liztomania (Unplugged)

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/03Lisztomania.mp3%5D

tóndæmi dagsins

Erfingja Elle model skrifstofurnnar er ýmislegt til lista lagt. Ekki bara að hann hafi greiðann aðgang að símanúmerum súpermódela til að reyna að fleka þær hefur hann eitthvað sem margir aðrir myndu vilja hafa.

Hann getur og hefur samið fullt af góðum lögum.

Julian Casablancas, forsprakki The Strokes gaf út sína fyrstu sólóplötu í loks árs 2009. Platan Phrazes for the Young hefur almennt fengið góða dóma, kannski einna helst á Pitchfork sem að einkunnagjöfin er í lægri kantinum sem er bara eins og við var að búast.

Ég er að fíla þessa plötu, ég hefði eflaust sett hana á árslistann ef hún hefði komist fyrr að. En það þýðir ekkert að væla yfir því heldur verður maður bara að halda áfram að dansa.

Það er blússandi sítt að aftan elekrtó stemmning í tóndæmi dagsins. Eina sem gerir lagið nútímalegt er rödd Julians sem maður þekkir strax. Allir grípa að um sé að ræða söngvara The Strokes.

Þetta er hressandi.

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/11thDimension.mp3%5D

Julian Casablancas – 11th Dimension

tóndæmi dagsins

Önnur plata New York sveitarinnar Vampire Weekend kemur út á mánudaginn næsta. Platan ber heitið Contra.

Það er alltaf erfitt fyrir hljómsveitir að fylgja eftir sinni fyrstu plötu þegar þær hafa slegið í gegn. Eitthvað sem debut plata Vampire Weekend gerði svo sannarlega, platan hitti í mark hjá hörðustu indie mussum og alveg til Audda og Sveppa ásamt öllu sem er þar á milli.

Eftir að hafa rennt yfir plötuna að þá er ekki hægt að segja annað en að þetta sé bara allt í lagi. Contra grípur hlustandann kannski ekki jafn fljótt og fyrri platan en það er samt eitthvað þarna. Sum lögin fara strax á flug á meðan að önnur gætu dottið inn við frekari hlustun eins og oft er með góða tónlist. Mér finnst þó vanta svolítið uppá barnslega hressleikann sem mér fannst einkenna fyrstu plötuna. Hér eru fleiri ballöður og finnst manni á stundum að Vampire Weekend séu að reyna að verða aðeins meira alvarlegri þó þeir séu ekkert að detta í Interpol alvarleika.

Plötuna alla er hægt að heyra á heimasíðu sveitarinnar.

En tóndæmi dagsins er því klárlega það lag af plötunni sem ég fílaði strax. Lagið er mjög Vampire Weekend -legt og heitir Run.

Vampire Weekend – Run

tóndæmi dagsins

Enn ein jólin, þau tuttugustu og níundu sem ég upplifi samkvæmt vísindalegri talningu minni. Desember mánuður gefur mér alltaf tækifæri til að rifja upp þegar ég fékk úr því skorið hjá Vísindavef Háskóla Íslands hver væri munurinn á kæfu og paté.

Jólalögin hafa verið ótrúlega þolanleg þessi jól, væntanlega út af því að Baggalútur á svo mikið af jólalögum.

Norðmenn, þessir neðanjarðar krúttarar sem falla alltaf í skuggann af bræðrum sínum og systrum í Svíþjóð sem búa til miklu meira krútt en þeir eiga þó eitt af jólalögum ársins.

Gamalt lag í nýjum búning í flutningi fánabera Norska krúttsins, engin annar en Erlend Oye. Erlend þessi er ekki bara sinn eigin herra heldur helmingur dúettsins Kings of Convenience sem tróð loks upp hér á landi á nýliðinni Airwaves hátíð og einnig forsprakki Berlínar sveitarinnar The Whitest Boy Alive. Allt eðal efni sem þessi hávaxni, rauðhærði maður hefur komið nálægt.

Gleðileg jól gott fólk. Næsta ár verður magnað, það er komið á hreint. Enda Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu rétt á eftir NBA úrslitum.

Erlend Oye – Last Christmas

erlend%20oye[1]

tóndæmi dagsins

Þegar ég heyri orðið súpergrúbba kemur nafn Traveling Wilburys alltaf fyrst upp í hugann. Sveit sem starfaði í lok áttunda áratugarins með algjöra landsliðs uppstillingu.

Í sveitinni voru George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbinson, Tom Petty og Bob Dylan. Eflaust þekkja fæstir Jeff Lynne af þessum ótrúlega hópi en hann var aðalsprautan í ELO (tóndæmi hér) sem og að hafa unnið með ógrynni tónlistarmanna.

Súpergrúbba dagsins í dag er klárlega indie ofur sveitin Monster of Folk. Valin maður í hverju rúmi í þeirri sveit, næstum allir meðlimir hennar hafa dúkkað upp á þessum vef áður sem tóndæmi dagsins í öðrum verkefnum sínum. Sveitina skipa Conor Oberst (Bright Eyes), Mike Mogis (Bright Eyes), Jim James (My Morning Jacket) og M. Ward. Endilega ýtið á nöfn sveitanna, þar má finna gullmola.

Á blaði er þetta svo sannarlega súpergrúbba en þá er spurningin hvort að platan sem þeir hafa gefið út standi undir þessu nafni og því mikla hæpi sem svona menn þurfa að standa undir.

Platan Monster of Folk kom svo út þann 22.september og hún stendur svo sannarlega undir nafni. Eins og oft er með góðar plötur þurfa þær ítrekaða hlustun og svo allt í einu gerist eitthvað og snilldin birtist manni eins og um vitrun væri að ræða. Eftir fyrstu eina, tvær umferðirnar fannst mér þetta ekki ýkja merkilegt þó inn á milli væru vissulega góðir sprettir en eftir u.þ.b viku af góðri hlustun var eins og að platan hefði alltaf fylgt manni. Hrikalega góð er hún.

Tóndæmi dagsins verður því af plötunni, mér og ykkur öllum til yndisauka.

Monster of Folk – Say Please

Monsters of Folk Monster Of Folk[1]

tóndæmi dagsins

Ég hef alltaf verið sökker fyrir gleðipoppi sem auðvelt er að raula með. Vinnufélagar mínir voru með þá kenningu að ég félli alltaf fyrir lögum með trallala kafla og Villi vildi einhvern tímann meina að ég væri sökker fyrir lögum með smá blásturshljóðfærum

Það getur vel verið en Sænsku gleðipoppararnir í sveitinni I´m from Barcelona hafa einhvern veginn alltaf átt hjá mér sama stað. Sveitin gerir gífurlega gott gleðipopp sem hressir mann við og blæs bjartsýni í mann sama hvernig viðrar.

Alveg frá því að ég heyrði fyrst lagið We´re from Barcelona með þessari sænsku fjölmennu sveit hafa þau átt vísan stað í spilaranum og jafnvel oftar en ekki fengið að renna í gegnum DVD spilarann líka. Alltaf verið til staðar, aldrei gleymst.

Tóndæmi dagsins er ekki nýjasta nýtt enda ár síðan að síðasta plata þeirra kom út, þeirra önnur og ber hún nafnið Who killed Harry Houdini ?. Þó að platan sé orðin þetta gömul skiptir það engu, hún hefur hvort sem er farið framhjá flestum.

Tóndæmi dagsins gjöriði svo vel. Læt fylgja með myndbandið við lagið sem kom þessari sveit á kortið hjá mér, yndislegt alveg.

I´m from Barcelona – Paper Planes

httpv://www.youtube.com/watch?v=3Wi1d0FNgdQ

tóndæmi dagsins

Hinn stórskemmtilegi dagskrárliður tóndæmi dagsins er kominn til ára sinna. Einhver fimm ár af blússandi gleði og kærleika  enda fátt sem gleður hjarta sem og anda eins og góð tónlist.

Tóndæmi dagsins kemur frá Jóa Jökli, í fyrsta sinn að mig minnir. DJ Margeir, sá mæti listamaður og plötusnúður á heiðurinn af laginu ásamt Hjálmum.

Einu sinni í gamla daga á Kaupfélaginu drap DJ Margeir mig með augnaráði sínu þegar ég dansaði óvart utan í borðið sem plötuspilararnir hvíldu á, ég var í fullri sveiflu með snúning á hæl þegar ég rakst í borðið og tónlistin stöðvaðist örsnöggt en vanur plötusnúður eins og DJ Margeir var snöggur að bæta úr því og setja tónlistina aftur í gang.

Hjálmar – Regnið (DJ Margeir mix)