Reign Over Me

Reign Over Me kemur í kvikmyndahús í henni ameríku þann 9.mars. Í myndinni leika Adam Sandler og Don Cheadle. Sandler er að leika í alvörugefnu hlutverki hér svipað og í Punch Drunk Love sem sýndi að hann er góður leikari, ekki bara einhver sprellikarl og Don Cheadle hefur fyrir löngu sannað sig. Er frábær í Hotel Rwanda og betri en allt í Boogie Nights.

Trailerinn fyrir myndina er fínn og lofar góður. Tveir góðir leikarar og söguþráðurinn virðist vera ágætur. Það sem fær mig þó til að klára mér í hausnum til blóðs er þó aðeins eitt.

Afhverju í fjandanum lítur Adam Sandler nákvæmlega eins út og Bob Dylan

Annars má til gamans geta að lagið sem er í trailernum heitir einmitt Reign on Me og er gamalt Who lag en er sungið af hobbitanum Eddie Vedder í trailnerum. Ó já.

Jesus Camp

Ég er ekkert sérstaklega trúaður eða vantrúaður. Hef einhvern veginn aldrei hugsað út í þetta eða spáð hvað mér finnst um trúnna, tilvist Guðs og allt þetta.

Geri það einn daginn þegar ég verð stór.

Var að skoða trailera á apple síðunni eins og maður gerir stundum og rakst þar á trailer fyrir heimildarmyndina Jesus Camp. Myndin fjallar um hóp fólks sem að trúir því statt og stöðugt að ungt fólk með allt að ofur-kristileg gildi að vopni séu framtíð Bandaríkjanna og þetta unga fólk með ofur-kristilega uppeldið þurfi að komast í góðar stöður til að breyta gangi heimsins, með Guðs vilja að sjálfsögðu.

Eftir að hafa bara séð trailerinn, ekki myndina á ég varla til orð yfir heilaþvættinum sem hér var á ferðinni. Börn allt að sex ára gömul er kennt að vera í her Guðs, til að breyta heiminum því eins og þau segja að þá er fólk útí heimi að þjálfa ungra krakka til að vera hryðjuverkamenn og þau ætla bara að vera á undan.

Horfið á þennan trailer. 

JB

Jack Black sem er eins nálægt því að vera fullkominn eins og hægt er að leika í mynd eftir þá sem gerðu Napoleon Dynamite. Hann leikur fjölbragðaglímumann frá Mexíkó og lítur svona út. Getur þetta klikkað? Já nei nei.

 

 

Kong Kóngur

Hefði ég vitað að King Kong væri svona löng hefði ég nú athugað það að fara á hana klukkan 22. Myndin var frábær og svo þegar ég loksins komst heim eftir þessa maraþon mynd lagðist ég á koddann og fimm mínutum seinna þurfti ég að vakna til að fara í vinnunna.

En þetta er stórgóð mynd og skylda að sjá hana í kvikmyndahúsi.

Deuge Bigalow European Gigalo

Á laugardagskvöldið var það handsalað við Vidda að við skyldum fara á forsýningu Deuce Bigalow kvöldið eftir. Það var svo efnt í gær. Ástæða þess að ákveðið var að fara á þessa mynd var sú að Viddi var mjög viss um að þetta væri meistaraverk og ég var svo óssammála honum að ég ætlaði að láta mig hafa það að fara á hana bara til þess að sanna mál mitt. Þetta væri ekki frásögu færandi nema hvað að Vidda fannst svo myndin ömurleg, en ég skemmti mér konunglega. Svo það er eins gott að gera aldrei neinar væntingar.

Ármúlamafían er að verða einhver þéttasti og sterkasti hópur á landinu og búið er að plana tvö kvöld í þessari viku.

Black Tar Heroin

Horfði um daginn á heimildarmyndina Black Tar Heroin sem að er tekin upp yfir þriggja ára tímabil og fylgist með fimm ungmennum í San Fransisco sem öll eiga það sameiginlegt að vera heróín fíklar.

Þessi mynd er með því magnaðra sem ég hef séð um ævina og þá er ég að meina það slæma sem að ég hef séð. Í lok myndarinnar eru þrír af fimm smitaðir af HIV eða komnir með AIDS og þrátt fyrir það er enn verið að sprauta sig og jafnvel verið að selja sig á götum borgarinn til að eiga fyrir næsta skammti.

Það góða við þessa mynd er að það er ekkert verið að hamra á því hvað heróín er slæmt fyrir mann með tölum og súluritum eða þá verið að segja að það sé gott. Engin svona námsgagnastofnunar fyrirlestrarbragur eins og fer svo í taugarnar á mér heldur Bara verið að fylgjast með þessum krökkum í daglegu umhverfi þeirra.

Myndin er ekkert fyrir hvern sem er þar sem hún sýnir í raun allt og það er ekkert verið að tala í kringum hlutina.

Revenge of the Sith

Stjörnustríðs nördið í mér er búið að vera í dvala núna í nokkur ár. Núna fer þessu að ljúka og ég er bara orðin ógeðslega spenntur að sjá Svarthöfða aftur á hvíta tjaldinu.

Á miðvikudaginn var merkilegur dagur en þá voru 28 ár síðan að Star Wars: Episode IV A New Hope var sýnd í fyrsta skipti. Ansi langur tími til að klára sex myndir en vonandi þess virði núna rétt bráðum. Orðið á götunni gagnvart þessari mynd er það að hún sé dökk, dekkri en Empire Strikes Back. Kevin Smith (Clerks, Mallrats,Chasing Amy, Dogma….) er búinn að sjá hana og gefur henni mjög góða einkunn og það er bara til að gera þetta enn meira spennandi. Revenge of the Sith er líka búin að fá PG-13 miða á sig í Bandaríkjunum sem bendir til blóðsúthellinga og ofbeldis af ágætis stærðargráðu, ekki bara vélmenni sem ligjga í valnum þá.

bíó

Kvikmyndahátíð búin að vera í full swing og ég sjálfur búin að vera ansi duglegur að kíkja á myndir héðan og þaðan. Smá skandall að vera löngu búin að sjá t.d. Napoleon Dynamite og Garden State og því var ég ekkert á leiðinni að sjá þær í bíó með einhverjum.

Mean Creek er góð.

The Woodsman er góð.

Ong Bak er góð.

House of Flying Daggers er geðveik.

Episode III sem kemur eftir 2 vikur mun verða geðveik.

Þá er þessu lokið í bili.