hitt og þetta

Mánudagar eru oft þannig dagar að manni langar að gera eitthvað annað en vera í vinnunni, sérstaklega þegar allir eru í sumarfríi nema ég.

Því er tilvalið að benda á eitt og annað af internetinu mínu.

1) Ben Kweller að taka God Only Knows, fallegt. Ben Kweller er gífurlega hæfileikaríkur drengur.

2) Conan O´Brian að vinna sem landamæravörður á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Conan er einn fyndnasti maður í heimi.

3) Viddi á afmæli í dag og hélt uppá það á laugardaginn. Það var gaman. Í tilefni dagsins fær hann nýja útgáfu af afmælissöngnum. 

4) The Pain Train -svona á að halda uppi góðum vinnuanda og halda uppi framlegð. Nokkrar góðar , 1 ,2 , 3 , 4

Eigið góðan mánudag.

lestur

Í kvöld er ég búin að vera að passa Lísu, guðdóttur mína sem verður 4 ára núna í vor.

Að lesa fyrir hana svona fyrir svefninn var afskaplega vinalegt og einfalt þar sem hún hallaði sér upp að mér og ég las hverja bókina á eftir annarri við mikin fögnuð enda leikhæfileikar og líkamleg tjáning í hæsta gæðaflokki hérna megin.

Hér eftir mun Hlynur alltaf lesa fyrir mig áður en ég fer að sofa. Þetta er afskaplega notalegt og gott fyrir svefninn.

B Boltinn

Mikill léttir eftir B-boltann í kvöld en nú er fyrsta markið komið. Markið var heldur ekkert ljótt heldur gott sól í kringum Villa í markinu og eftirleikurinn var auðveldur enda markið galopið. Ég er klárlega nýliði ársins með tvo frábæra leiki í röð á bakinu.

Ég stóð svo vaktina í markinu og stóð mig með prýði, varði með andlitinu einu sinni og nokkur dauðafæri frá Vidda sem telst gott.

Villi fær mínus fyrir að grípa boltann einu sinni í marki sem er bannað, BÖB fær mínus fyrir að halda því fram að 4-4 leikurinn hafi farið 4-3 og Gunni harði fær tvo mínusa fyrir hönd í bolta dóminn sinn þar sem hann var bæði fórnarlambið, dómarinn og markaskorarinn úr aukaspyrnunni sem hann dæmdi sjálfur. Hann var svo snöggur að taka aukaspyrnuna að skora að engin náði að kvarta, það skipti sköpum í leiknum og annars hefðum við unnið 4-3. Svona gera menn ekki.

Næsta föstudag er planið að skora fleiri mörk og vera jafn frábær á milli stanganna. Það er ekkert annað sem dugar að vera double threat bæði í vörn og sókn.