Frjóvgunarafmæli

Dagatalið lýgur ekki, það er fasti. Dagatalið segir mér í dag að stutt sé til jóla og að jólasveinarnir komi fljótlega til byggða. Dagatalið segir mér að nú sé stutt í að nýtt ár gangi í garð með sínum áskorunum og tækifærum ásamt því að bæta enn einu aldursárinu við okkur öll.

Á næsta ári verð ég 35 ára, það er fínt. En nú um stundir á ég 35 ára afmæli. Þó ekki fæðingarafmæli heldur frjóvgunarafmæli. Við Jesú eigum því sameiginlegt að eiga afmæli í desember.

Um þetta leiti í eflaust miklum snjóþunga tók einn sundmaður föður míns sig til og vann vinninginn stóra. Níu mánuðum síðar eða þann 16.september það herrans ár 1980 mætti ég sjálfur í heiminn eftir að móðir mín hafði druslað okkur með tíu í útvíkkun frá Mývatnssveit til Húsavíkur og þaðan í sjúkraflugi til Reykjavíkur. Í höfuðstaðnum kom ég í heiminn og þar hef ég nær alltaf alið manninn.

Foreldrar mínir, það sómafólk bjó við Múlaveg í Mývatnssveit í húsi sem ég skil ekki að nokkur maður hafi getað búið í. Þetta er svokallað greni. Við sjáum mynd

10696442_10152505191038429_6944635532797101641_n

 

Sem betur fer fluttu foreldrar mínir í reisulegra hús rétt fyrir komu mína. Ótrúlegt hvað ræst hefur úr bræðrum mínum þrátt fyrir að hafa alist upp við vosbúð.

Afmælisbarnið ég ætlar bara að hafa það náðugt. Einhverra hluta vegna hefur það ekki komist í tísku að halda upp á frjóvgunarafmæli en mögulega verður það dottið inn og ekki litið hornauga þegar 40 ára frjóvgunarafmælið rennur í hlað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s