Britpop – 20 árum síðar

Fyrir nærri tuttugu árum var Britpopið búið að ná hátindi þegar að Blur og Oasis gáfu bæði út smáskífu á einum og sama deginum. Allir fjölmiðlar gerðu mikið úr þessu stríði og gerðu þetta að keppni milli hljómsveitanna sem voru stærstar í þessum geira tónlistar. Stríðið snérist ekki bara um tónlistt heldur tengdist það beint í mænukylfu Breta þar sem stéttarskipting er mikil og miklu skiptir úr hvaða hreppi menn voru. Blur, með milli og hástéttar peyjum innanborðs sem fóru í listaskóla voru fulltrúar Lundúna og nærliggjandi bæja á meðan að Oasis voru lágstéttar drengir frá Manchester sem slógust, drukku og viðtöl sem tekin voru við þá voru gullmola verksmiðja enda var þvælan slík.

Frægt er t.d. þegar að Noel Gallagher sagði í viðtali að hann vonaði að Damon Albarn og Alex James bassaleikari Blur myndu fá eyðni og deyja. Falleg orð það.

Þó að Blur hafi unnið stríðið um Bretland náði Oasis því að slá í gegn í Bandaríkjunum, eitthvað sem mörg bönd frá Bretlandi höfðu reynt en ekkert náð í gegn enda var tónlistarhneigð Bandaríkjamanna um það sem var inni eða úti langt frá því að vera stillt á sömu bylgjulengd og Bretar eða restin af Evrópu á þessum tíma.

Núna þegar maður lítur aðeins um öxl liggja eftir margar plötur og annað gúmmelaði sem þessar sveitir og aðrar frá britpop tímanum skyldu eftir sig. Sumar eldast afskaplega vel, aðrar ekki. Margar sveitir frá þessum tíma eru með öllu gleymdar nema hjá einstaka fólki sem horfir enn til baka til þessa tíma með glampa í augunum. Það eru ekki margir að hringja í Popplandið á Rás 2 þessa dagana og biðja um lög með Powder, Shed Seven, Cast eða These Animal Men.

En það sem er kannski merkilegt er að það er engin sveit frá þessum tíma enn starfandi að gera vart við sig á topplistum eða að leggja frekari drög að heimsyfirráðum. Fáir forsprakkar sveita frá þessum tíma eru enn að gera góða tónlist og slá í gegnum hjá nýjum hópi hlustenda sem var ekki fæddur eða ekki komin til vits og ára fyrir 20 árum síðan.

Nema Damon Albarn.

Damon Albarn er eini maðurinn sem kemur upp í huga mér sem tók þátt í þessum brit pop dansi sem enn stígur dansinn, þróast og vex og heldur áfram að gera nokkuð góða tónlist. Allir hinir eru bara að gera eitthvað annað eða að lifa á stefgjöldum og forni frægð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s