Svartholið

Um páskana flutti ég búferlum. Ekki bara ég heldur fjölskyldan öll. Ég, barnsmóðirin og sambýliskonan sem eru samt sama konan bara svo að það komi fram, börnin tvö og skutbíllinn. Ásamt auðvitað öllu okkar hafurtaski.

Ég hélt að sú stund að vera búinn að fara síðustu ferðina úr L37 ætlaði aldrei að koma, þetta var endalaust af dóti en þetta hafðist fyrir rest.

Að flytja í nýtt hús á nýjum stað þar sem allt er nýtt nema hverfið sem við búum í er yndislegt. Yndislegt að hafa meira pláss, yndislegt að geta haft mikið um það að segja hvernig hlutirnir eigi að vera og yndislegt umfram allt að hafa smáspennutöflu þar sem ethernet kaplarnir flæða í öll rými eins og engin sé morgundagurinn og bitar og bæti streyma um alla íbúð á ógnarhraða.

Fyrstu dagarnir á nýjum stað voru á rauðum almanaksdögum og því var engin net eða sjónvarpstengingin. Ég taldi það létt mál enda myndi snjallsíminn og spjaldtölvan bara brúa það bil með sínum öflugu nútíma þægindum sem að 4G og 3G kerfi fjarskiptafyrirtækjanna eru. Það reyndust vera mistök þar sem að ég virðist búa í einhverju svartholi þar sem að merki farsímasendanna virðast koma til að deyja.

Ef heppnin var með mér datt ég í gott Edge samband en gat líka dottið niður í þrusufínt GPRS samband. Árið 2003 sagði allt í einu halló, halló gamli vin á meðan að innréttingarnar og húsið nýja sagði mér að kreppan væri búin og bauð upp á freiðandi kampavín í háu glasi.

Fyrir utan að vera staðsettur í svartholinu sem að ekkert gott merki virðist finna lífsvilja í, óháð fjarskiptafyrirtæki hafa öll tæki heimilisins haldið mig vera staddann erlendis. Það er eitthvað sem ég næ ekki að skilja og ég er alveg ágætlega tölvuklár.

Hvort sem ég set inn myndir á netið, spjalla við félaga eða skoða eitthvað á netinu vill internetið allt halda að ég sé staddur í Riga eða í Grikklandi. Bæði Lettland og Grikkland eru eflaust fínustu lönd en þar bý ég ekki. Ég bý í 200 Kópavogi með útsýni og alla þjónustu í göngufæri.

Screenshot_2014-05-15-22-42-33

Skiptir engu hvort að ég noti farsímsamband eða hraðvirkt nútíma netsamband skal ég alltaf vera staddur á öðrum hvorum staðnum.

Hin og þessi öpp senda mér tilkynningar um hvað sé sniðugt að sjá í nágrenninu og hvar sé gott að borða. En allt þetta er erlendis, ekkert af þessum góðum ábendingum finn ég í Hamraborg eða í vesturbæ Kópavogs.

Screenshot_2014-04-29-20-22-37

Ég bý í einhverju Twilight Zone. Erindi mitt liggur enn á bæjarskrifstofu Kópavogs og því er enn ósvarað. Ef ykkur vantar ábendingar um hvað sé gaman að gera í Riga eða á Grikklandi er ég rétti maðurinn til að veita ykkur góð ráð.

Ein athugasemd á “Svartholið

  1. Welcome to the club Gummi minn!!
    Þetta er líklega það sama og hefur hrjáð mig hinum megin við Arnarneshæðina margt lengi. Ég hef vessgú þurft að hanga út um glugga eða klæða mig upp og hólkast út á svalir til að svara í kínverska hallærissímann minn. Sem nú er fyrrverandi síminn minn því það var keyptur nýr.
    Vonandi virkar hann betur.
    Það hafa eflaust verið pólskir smiðir að vinna í húsinu þínu og það hefur gleymst að stilla netið aftur 😉 . Eða eitthvað svoleiðis

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s