Fimm dagar í heimkomu

Barnsmóðir mín og sambýliskona (bara svo það komi fram svo að fólk haldi að við séum ekki saman) hefur verið erlendis núna í nærri því tvær vikur og styttist í langþráða heimkomu.

Fyrir utan hið „mikla“ álag sem myndast á mig föðurinn við að halda uppi aga og reglu fyrir nú þriggja ára dóttur okkar er margt sem þarf að huga að fyrir heimkomuna.

– Ég þarf að fara í Sorpu svo að ekki sjáist hversu marga bjóra ég hef drukkið í einveru minni.

– Ég þarf að henda öllum ummerkjum um óhollustu og láta pakkningar sem skarta orðum eins og lífrænt, fræ, Solla, Chia, D vítamín bætt og annað í þessum dúr sem er með allt of háu kíló og lítraverði vera í forgrunni.

– Ég þarf að taka mjög mikið og vel til þannig að heimilið sé hæft á forsíðu glanstímarits.

Þetta er brot af því sem þarf að gera svo að barnsmóðirin sé sátt enda við ekki með sama gæðastandard þegar kemur að þrifum og almennri umgengni. Það er ekki að ég sé sóði og vilji helst hafa heimilið eins og að ég byggi með Rympu á Ruslahaugunum heldur er þýska genið í barnsmóður minni einfaldlega svo sterkt að allt þarf að vera 110%, teinrétt og fullkomið.

Ég þarf því að koma barninu í pössun, klæða mig í gallann og skrúbba, bóna og pússa. Græna skýið sem verður yfir borginni næstu daga er ekki mengun frá Hellisheiðarvirkjun heldur bara grasekkill að undirbúa heimkomu barnsmóður sinnar og sambýliskonu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s