Sjónvarp næstu viku

Það er margt í gangi í henni stóru Ameríku.

Það helsta sem hefur vakið gleði mína og annnara heimilimeðlima síðustu mánuði er margt og mikið. Á hverjum degi næstum því er til eitthvað nýtt að horfa á, af góðu efni sem engin ætti að láta framhjá sér fara.

Það allra besta er t.d. :

Breaking Bad

Pabbinn úr Malcolm in the middle leikur hér aðalhlutverkið, efnafræðikennara sem greinist með krabbamein og til að fjölskyldan hans þurfi ekki að eiga erfitt eftir andlát hans fer hann að búa til eiturlyf. Þannig tengist hann inn í heim sem hann hefur enga kunnáttu eða reynslu af og lendir í ýmsu. Ekki hjálpar að mágur hans starfar hjá fíkniefnalögreglunni.

Frábærir þættir, ekki grín heldur drama en samt svartur húmor sem lekur af þessum þáttum.

Sons of Anarchy

S.O.A fjalla um mótorhjólagengi sem stendur í ansi misjöfnum rekstri ásamt því að keyra mótórhjól. Frábærlega skrifaðir og leiknir þættir þannig að maður einhvern veginn hrífst með þessum heimi sem þetta fólk lifir og hrærist í. Nokkuð ofbeldisfullir og raunverulegir en alveg ótrúlega spennandi. Eitt það besta sem sjónvarp hefur upp á að bjóða í dag.

Girls

Kolsvartir bandarískir þættir um vinkonuhóp. Engin froða, ekkert glans. Bara alveg hrikalega skemmtilegt.

New Girl

Zoey Deschanel leikur aðalhlutverkið í þessum grínþáttum. Þeir eru misjafnlega fyndnir en það skiptir engu því Zoey Deschanel er að leika í þessum þáttum. Var ég búin að nefna að Zoey Deschanel er að leika í þeim ? Zoey Deschanel er ekki bara sæt heldur söngkonan í hinu frábæra dúett She & Him ásamt hinum frábæra M.Ward.

httpv://www.youtube.com/watch?v=tWDjDL2NAQM

Homeland

Uppáhalds þættirnir mínir ásamt S.O.A. Ótrúlega spennandi og góðir þættir sem fjalla um eltingarleik CIA við hryðjuverkamenn sem hafa á sínum snærum Bandaríska þegna sem hafa tengsl inn í Bandaríska herinn og stjórnmálin. Erfitt að lýsa þeim án þess að segja of mikið. Frábærir þættir, vel skrifaðir og vel leiknir. Sería eitt var frábær og númer tvö byrjar vel þó hún sé aðeins fyrirsjáanlegri.

 

Ein athugasemd á “Sjónvarp næstu viku

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s