Múgsefjun

Einhver vanmetnasta en jafnframt ein besta hljómsveit landsins um þessar mundir og síðustu ár er hljómsveitin Múgsefjun.

Það að þessi hljómsveit sé ekki sé ekki á vörum flestra landsmanna er hneyksli, það að Kalli Bjarni og Ingó ásamt fleiri Idol krökkum séu þekktari lætur okkur líta illa út sem menningarþjóð og unnendur góðrar tónlistar. Eða kannski segir allt sem segja þarf um hnignum og almenna stöðu okkar, eitthvað sem mér þykir sorglegt.

Fyrsta plata sveitarinnar, Skiptar skoðanir kom út 2008 og nokkur lög þar fengu nokkuð góða spilun á RÁS2, frábæra dóma allsstaðar þar sem íslensk tónlist er tekin fyrir en svo ekki söguna meir.

Núna, fjórum áður síðar er önnur plata sveitarinnar að koma út og ber hún nafn sveitarinnar. Múgsefjun syngur á íslensku og eru textar sveitarinnar skemmtilegir en flóknir og oft tvíræðir. Söngurinn er yndi og útsetningar allar bæði flóknar en í senn svo einfaldar. Spilverk Þjóðanna er sveit sem oft kemur upp í hugann þegar ég hlusta á Múgsefjun.

Það er skylda ykkar að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar. Þessir drengir eiga skilið að finna og skynja að eftir þeim sé tekið. Þeir hafa lagt allt sitt í þetta og núna er komið að okkur.

Það er eitthvað dáið innra með ykkur ef þið fílið ekki þetta.

httpv://www.youtube.com/watch?v=WD87tRLsGjw

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s