tóndæmi dagsins

Ef það er eitthvað sem að fær mig til að henda öllu frá mér og taka alvarlega og einbeitt til virkrar hlustunar að þá er það sænskt indie popp.

Eins og áður hefur verið ritað um hér á þessari síðu er svo margt annað frábært og gott frá Svíþjóð annað en Ace of Base, Abba og Dr. Alban. Mörg tóndæmin hafa komið fram hér sem öll eiga uppruna sinn frá Svíþjóð, enda eitthað ótrúlegt í loftinu þar sem stemmir svo vel við minn tónlistarsmekk.

Tóndæmi dagsins er eitthvað sem ég hef ekki getað losnað við úr heyrnartólunum síðan í byrjun sumars. Alltaf sama lagið sem endar í eyrunum með Múgsefjunar plötuna og nýjustu SigurRós plötuna einhversstaðar þarna inn á milli.

Kristian Matsson er tóndæmi dagsins. Hann er þó með hið stutta og laggóða listamannsnafn The Tallest Man on Earth. Hann kalla menn hinn sænska Bob Dylan en áhrifin frá meistara Dylan og t.d. Woodie Guthrie eru mikil og áheyranleg. Hann gerir þetta samt vel drengurinn og þriðja plata hans sem nýlega kom út er hreint afbragð. Tóndæmi dagsins er þó það lag sem ber af.

The Tallest Man on Earth – 1904

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s