2 ára

Fyrir tveimur árum síðan akkúrat í dag fékk ég dóttur mína í hendurnar í fyrsta skipti. Það er hægt að lesa um það í bókum og sjá það mögulega í sjónvarpinu að þetta sé eitthvað magnað og frábært en það er engan veginn hægt að lýsa þeim tilfinningum sem að um mann líða á þeirri stundu sem maður fær að halda á barninu sínu í fyrsta skipti.

Það að finna endalausa og óskilyrðislausa ást á einu augnabliki til annarar manneskju er eitthvað sem ég vona að allir fái að upplifa, það að verða illt í hjartanu af umhyggju og stolti yfir einföldum hlut eins og að hún hafi sett mat á gaffal og stungið upp í sig alveg sjálf og að gráta af gleði yfir brosi er ólýsanlegt. Sterkasta minningin frá fyrstu mánuðum Margrétar Dúnu er samt sú endalausa gleði sem það gaf manni að geta alltaf svæft hana á öxlinni, þar leið henni vel og vildi vera og þar vildi ég hafa hana.

Svefnlausar nætur og minni svefn almennt er staðreynd en það er lítil fórn á meðan maður fær að njóta þeirra forréttinda að fylgjast með barninu sínu þroskast og vaxa, breytast úr ósjálfbjarga hvítvoðungi yfir í 2 ára stelpu sem veit upp á hár hvað hún vill, getur leikið sér að tilfinningum manns til þess eins að fá rúsínupakka eða snuð. Þó að klukkan sé 7:00 á sunnudagsmorgni þýðir lítið að blóta yfir því að dagurinn hjá manni sé byrjaður. Maður fer sjálfkrafa fram úr með bros á vör þegar að maður heyrir kallað „pabbi, pabbi. Búið“ á meðan strokið er nokkuð harkalega í augað á manni.

Þessi tvö ár hafa verið ótrúlega fljót að líða og það sem stendur upp úr og er það allra ómetanlegasta við allann þennan tíma er að hafa getað farið í fjögurra mánaða orlof og eytt þeim tíma alfarið með dóttur sinni. Hluta af tímanum var ég einn með hana á meðan að barnsmóðirin og sambýliskonan var erlendis og sá tími gaf mér sem pabbanum langmest.

Mamman er ósjálfrátt í fyrsta sæti enda hún búin að ferja heila manneskju í maganum á sér og gefur henni brjóst. Þeirri tengingu milli móður og barns getur pabbinn ekki skákað og verður því að sætta sig að vera í öðru sæti eða því sem næst á meðan að nýburinn nærist alfarið með hjálp móður sinnar.

Það að sjá svo alfarið um Margréti Dúnu gerði það að verkum að ég var orðin jafningi mömmunnar ef það er þá hægt sem gerir það að verkjum að hún leitar til jafns til okkar ef eitthvað bjátar á, það er ómetanlegt.

Til hamingju með daginn Margrét Dúna.

Ein athugasemd á “2 ára

  1. Takk Gummi. Það er dásmlegt að heyra föður lýsa sambandi barns og foreldris. Þið þrjú, Margrét Dúna, Kristín og þú, eruð líka einstök og öll ómissandi í þessari fjölskyldueiningu. Til hamingju með afmæli gleðigjafans, sem mér finnst stundum hljóti að vera mun eldri en hún er ef miðað er við dugnaðinn og ákveðnina. En hún hefur margt að sækja til foreldranna.

    Rósa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s