tóndæmi dagsins

The Maccabees fá þann fáheyrða heiður að vera tóndæmi dagsins. Ensk sveit frá Brighton en sá bær hefur t.d. gefið okkur sveitinar British Sea Power og The Wedding Presents ásamt Fat Boy Slim.

Þriðja plata sveitarinnar kom út núna í byrjun janúar á þessu ári og platan er yndi. Ekki beint neitt tímamótaverk í stóru samhengi hlutanna en gott breskt indie rokk er alltaf góð og áheyrileg tónlist því er platan góð. Og ekki bara góð heldur stórgóð.

Leyfum tónlistinni að tala sínu máli í stað þess að ég sé að skrifa fátækleg orð á blað að reyna að gera sveitinni einhver skil.

The Maccabees  – Ayla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s