Árslistinn 2011

Prikið komið niður og majónesið orðið gult. Það er komið 2012 og því rétt að líta aðeins um öxl og fara yfir tónlistarárið 2011. Geri það með þeim hætti sem ég hef gert síðustu átta ár og því er hent í loftið árslista fyrir árið 2011.

Fyrir grúskara, listamenn og þá sem hafa hreinlega ekkert annað að gera að þá eru fyrri árslistar auðvitað enn aðgengilegir. Internetið gleymir engu.

2004 / 2005 / 2006 / 2007 / 2008 / 2009 / 2010

 

Bestu innlendu plötur ársins 2011.

5. Hljómsveitin ÉG – Ímynd fíflsins

Bakkabróðir minn Róbert Örn Hjálmtýsson á skilið allt það lof sem hann og meðreiðarsveinar hans fá. Allt síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar ÉG hef ég verið skotinn í þessu bandi einfaldlega vegna þess að það gengur einhvern veginn allt upp og það er ekkert svona í gangi annarsstaðar. Hljómurinn er hrár og góður og textarnir, sem eru það allra besta við þessa sveit slá einhvern veginn alltaf á rétta strengi. Hljómsveitin ÉG er eitthvað sem allir eiga að athuga, það er bara þannig.

Það er engin tilviljun að platan hefur fengið fullt hús stiga hjá öllum tónlistarpennum þessa lands.

4. FM Belfast – Don´t want to sleep

Ég er ekki mikið fyrir raftónlist, er meira fyrir hið klassíska samspil bassa, trommu og gítars en það er eitthvað við FM Belfast sem ég elska. Það er þessi mikla gleði og stemmning sem að þau gefa frá sér í FM Belfast og þá sérstaklega á sviði sem að ég elska. Þessi plata er aðeins síðri en frumraunin en þau halda sig við formúluna sína og ég þarf ekkert meira.

3. 1860 – Sagan

Man það svo vel þegar ég heyrði Snæfellsnes í útvarpinu fyrst og svo stuttu seinna lagið Orðsending að austan. Ég hafði misst af kynningunni og vissi ekkert hverjir voru að flytja þessi lög en varð alveg afskaplega hrifinn. Mörgum mánuðum seinna í fimmtugs afmæli kom einn meðlimur sveitarinnar og tróð upp og ég greip þetta loksins og keypti plötunna strax daginn eftir. Þetta er frábær plata, sveitin er frábær á sviði og ég hlakka til að meira meira efni með þessari sveit.

2. Mugison – Haglél

Mugison, maður fólksins. Þarf ekkert að eyða orðum í þessa plötu. Hún er falleg, Mugison kann að semja tónlist og hann er bæði tónlistarmaður ársins og markaðsmaður ársins. Alltaf verið hrifinn af Mugison og það er engin breyting þar á.

httpv://www.youtube.com/watch?v=SgIPKcDj4vQ

1. Sóley – We Sink

Sóley á plötu ársins, þvílík plata. Það er allt gott við þessa plötu.

 

Bestu erlendu plöturnar 2010

5.  Noah and the Whale – Last Night on Earth

Bara fyrir það eitt að Tonight´s the kind of night sé á plötunni dugar til að skila sæti á topp fimm listanum. Af öllum lögum sem ég hef í mínum hirslum var þetta lagið sem ég hlustað oftast á á þessu ári. Platan er poppuð út í gegn með hrikalega ávanabindandi viðlögum og töktum sem ég get hummað og trommað í skrifborðið með. Sem er alltaf gott.

4. PJ Harvey – Let England Shake

Plata ársins hjá Uncut, MOJO, Guardian og NME fer í fjórða sætið hérna megin. Hrikalega góð plata en nokkuð þung og þannig gerð að maður þarf að vera í ákveðinni stemmningu til að geta hlustað á hana. Stemmningin og hugarfarið sem að hún þarfnast er af þeim toga að ég er ekki oft þannig stemmdur en þegar ég hef sett hana á í þessum gír hefur það verið yndislegt alveg.

PJ Harvey vann Mercury verðlaunin í ár fyrir þessa plötu og þegar tilkynnt var um sigurvegarann jókst sala plötunnar um 1,190%. sem er rugl.

3. tUnE-yArDs – who kill

Æðisleg plata. Skrýtin, grípandi en umfram allt skemmtileg. Ekki kannski allra en þeir sem ná þessu hreinlega elska þetta.

httpv://www.youtube.com/watch?v=YQ1LI-NTa2s

2. Bon iver

Svipað og með Mugison á innlenda listanum að þá er óþarfi að eyða miklum orðum í Bon Iver. Hann er búin að tröllaríða öllu svipað og Mugison sem toppaði svo allt þegar hann gerði myndband á Íslandi við lagið Holocine. Ótrúlega falleg plata.

httpv://www.youtube.com/watch?v=TWcyIpul8OE

1. Destroyer – Kaputt

Ég elska Dan Bejar en hann er einmitt forsprakki Destroyer. Þessi sveit sem hlýtur fyrsta sætið yfir plötu ársins er svo einnig í annari sveit sem oft hefur komist á árslistann hjá mér og er það hans aðalsveit. Destroyer er meira svona hliðarverkefni, og þvílíka geðveika hliðarverkefnið.

Dan Bejar er líka í New Pornographers, sveitinni sem kölluð er Kanadísk súpergrúbba sem hefur aldrei gert lélega plötu að mínum dómi.  Hann er svo líka í Swan Lake sem margir indie krútt krakkar ættu að kannast við.

Platan Kaputt er yndisleg með öllu, tímalaus snilld. Hún er hljóðblönduð þannig að maður getur illa tímasett tónlistina og rödd Dan Bejars sem er ansi sérstök fær að njóta sín þannig að maður hlustar með sperrt eyrun þegar hann hefur upp raust sína. Hugsa að Leonard Cohen komi fyrst upp í kollinn ef maður ætti að finna annan söngvara með álíka grípandi rödd þó að hún sé allt öðruvísi, bara sama stemmning einhvern veginn.

 

4 athugasemdir á “Árslistinn 2011

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s