Þegar Guðrún eyðilagði jólin

Ég er búin að byrja á þessari færslu núna nokkrum sinnum. Finnst svo erfitt að skrifa þessi orð, skrifa þessi orð um konuna sem gerði mig að manni og hefur kennt mér svo margt.

En stundum er lífsnauðsynlegt að færa sig aðeins frá miðjunni og horfa á hlutina í samhengi og af fullu og einlægu hlutleysi. Það skiptir engu máli frá hvaða hlið ég horfi á þetta leiðinlega mál, það verður alltaf ljótt og sannleikurinn alltaf sá hinn sami. Og þessi sannleikur þarf að komast fram í dagsljósið enda bitnar þetta á börnum og það viljum við ekki.

Móðir mín, hún Guðrún er búin að eyðileggja jólin.

 

Það var með ekkasogum sem ég þurfti að segja Guffa vini mínum að ekkert yrði ritað um jólakökusmakkið þetta árið.

Móðir mín sem síðustu 35 ár eða svo hefur verið 15 sorta húsmóðir hver jól hefur ákveðið að skera niður. Það að skera niður að einhverju leiti hefði ég getað skilið enda eðlilegt að taka út sortir sem ekki eru að standa sína pligt en þá er lágmark að kynna nýja sort til sögunnar sem kemur inn ein jól til reynslu svona áður en ákveðið er að skera niður endanlega um heila sort.

Fimm sortir eru það þessi jólin, fimm (5) sortir er það sem móðir mín hefur lagt til jólahalds þetta árið. En í raun eru þetta bara þrjár (3) sortir því að móðir mín er að reyna að klóra í bakkann og fegra baksturs bókhaldið og telur því bæði skinkuhorn og brauðbollur upp í sinni talningu yfir heildarfjölda sorta.

Við vitum flest að skinkuhorn eru ekki smákökur heldur falla í flokk með heitum brauðréttum og öðrum brauðmeti. Skinkuhorn eru vissulega ljúfeng en þau eru hvorki smákökur né jólaleg.

Ég hef reynt að tjónka við henni, biðlað til hennar og hreinlega grátið en ekkert hefur fengið hana til þess að bakka. Guðrún, móðir mín ætlar að halda jólin svona. Þetta eru auðvitað engin jól ef að þetta á að vera svona. Þetta er bara eðlilegur heimilisbakstur eins og verið sé að baka fyrir lítið fjölskylduboð án tilefnis.

Það sem særir mig þó hvað mest við þetta allt saman er að skjaldborgin sem að lofað var sést hvergi. Átti ekki að standa vörð um heimilin ? Átti ekki að vernda börnin og fjölskyldurnar ?

Hér stend ég ásamt bræðrum mínum og öldruðum heyrnarskertum föður og berst við almættið móður mína sem öllu hefur stjórnað frá því að við bjuggum öll undir sama þaki og enn reynir hún að stjórna því hvernig við höldum jól. Barnaverndarnefnd segist ekki geta gert neitt þar sem við séum ekki lengur börn. Samt erum við bræður enn börn móður okkar og munum alltaf vera, þannig að sú rök standast ekki.

Lausnin er ekki að ég baki sjálfur eða eitthvað álíka. Öll mannsbörn vita að kökur sem bakaðar eru af móður smakkast betur en aðrar kökur, svona svipað og að keyptar piparkökur eru betri en stolnar piparkökur.

Að skrifa um þetta á netið, bera sig illa og telja illilega brotið á rétti sínum er því eina vitið því það virðist virka mjög vel á Íslandi í dag.

2 athugasemdir á “Þegar Guðrún eyðilagði jólin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s