Heimilistækin og hún

Jólin komu snemma í Lindasmáranum þetta árið, að minnsta kosti finnst barnsmóður minni, sambýliskonu og kærustu það.

Nýr ísskápur kom á heimilið í síðustu viku, þýskur gæða ísskápur sem er svo fullkominn að hann sýnir upp á gráðu á framhlið hversu kalt frystihólfið sé og hver raunhiti í ísskápnum sjálfum er.

Hann hreyfir loftið í ísskápnum til að tryggja að kælingin sé jöfn og að sem minnst kalt loft tapist þegar að hurðin er opnuð og allskonar fleiri fína hluti sem að ég kann ekki að nefna.

Persónulega finnst mér þessi viðbót inná heimilið vera ágæt, að minnsta kosti fær bjórinn minn betra pláss og Pepsi Max-ið mitt er aðeins kaldara en verið hefur sem telst líka vera gott.

Kristín, þessi guðlega vera sem ól mér barn og bjargar mannslífum gengur í hringi um þetta stálburstaða ferlíki eins og að um altari sé að ræða. Hún gengur varlega nálægt skápnum, stríkur stálhurðinni létt eins og hún sé í makaleit á sléttum Serengeti.

Hún tilkynnir mér hátt og snjallt, stundum oft á dag að nú séu frystihólfin stödd í -22° sem sé óbreytt frá fyrri mælingu þannig að ég er að upplifa eins og að ég sé með veðurfréttamann í fullri vinnu að lesa af mælum heima hjá mér.

Til að toppa svo allt saman er hún búin að búa til kerfi, kerfi um það hvernig skuli raðað í skápinn og hvernig færa skuli hluti til eftir því hvenær þeir renna út á tíma og hvenær þeir voru settir inn í skápinn.

Þetta er auðvitað ekki hægt.

Ein athugasemd á “Heimilistækin og hún

  1. Ef ég ætti ekki konu og þú ættir ekki konu og allt það. Þá mættirðu vara þig því ég myndi reyna að nappa henni frá þér.

    Hvernig geturður líka skrifað þetta án þess að láta link fylgja með á ísskápinn!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s