„Það er eitthvað að“

Eins yndislegt og frábært það nú er að vera foreldri er þó eitt sem maður fær aldrei nóg af, svefn.

Það að sofa út eða að geta lagt sig er eitthvað sem leggst næstum því með öllu af við það að eignast barn. Þær eru taldar í tugum ef ekki hundruðum klukkustundirnar sem að foreldrar missa af svefni fyrstu árin eftir að barn kemur á heimilið.

Í dag hafði ég hugsað mér að geta sofið út enda Margrét Dúna í næturpössun á Jóh setrinu og við Kristín í veislu kvöldið áður þar sem vel var veitt af bæði mat og drykk. Þess vegna var mögulega enn meiri ástæða til að sofa aðeins lengur en venjulega til að jafna út syndir gærkvöldsins og vera orðinn 100% þegar barnið yrði sótt.

Klukkan hálf tíu í morgun er bankað fast í mig. Kristín (barnsmóðir mín og sambýliskona) er í hálfgerðu sjokki yfir að það sé bjart úti og barnið ekki komið upp í. „Það er eitthvað að!!!“ jarmaði móðurhjartað sem virðist vera jafn næmt fyrir hættum eins og Kóngulóarmaðurinn.

Eftir þetta sjokk gat svo barnsmóðirin ekki sofnað og var ég því sendur andfúll og hálf sunnan við mig á hjóli (bíllinn varð eftir í gærkvöldi) út í bakarí og kaupa kruðerí og brauð.

Ég held að ég eigi skilið að leggja mig í dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s