tóndæmi dagsins

Hjónakornin Kori og Jason mynda popp dúetinn Mates of State. Platan þeirra frá 2006, Bring It Back er meistarastykki og tónleikarnir þeirra á Airwaves um árið fara á Topp10 listann minn yfir bestu Airwaves tónleikana.

Ris sveitarinnar hefur ekki alveg farið í takt við væntingar mínar á seinni plötum en nýjasta platan þeirra, Mountaintops er þó að fara vel ofan í mig og vex við hverja hlustun.

Í fyrra gáfu þau svo út plötuna Crushes sem er ábreiðuplata þar sem þau taka einunigs lög eftir aðra. Besta lagið á þeirri plötu er líka eitt af mínum uppáhalds lögum með minni uppáhalds hljómsveit.  Lagið er Sleep The Clock Around af hinni frábæru The Boy with the Arab Strap frá 1998.

Skelli því inn sem tóndæmi dagsins ykkur til ánægju og yndisauka. Youtube-ið er svo eitt af mínum uppáhalds með Mates of State.

Mates of State – Sleep the clock around (Belle & Sebastian cover)

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=Pb_gzEqx8zA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s