Ég enn einu sinni einn í kotinu með Margréti Dúnu. Kristín stungin af til Senegal til að bjarga mannslífum og svitna. Hitinn og rakinn þar er bull og því sofnar maður sveittur og vaknar sveittur.
Þá vil ég frekar lokin á alíslensku sumri sem leyfir mér að taka hjólatúra með Margréti Dúnu og líta við á gæsluvellinum til að prófa leiktækin.
Verandi tímabundið einstæður faðir er fínt, myndi ekki velja þetta sem fyrsta val en þetta er bara ágætt. Bæði stjórnum við Margrét Dúna alfarið dagskránni og ég get gert það sem ég vil á kvöldin þegar að Margrét Dúna er sofnuð. Ég passa auðvitað að helstu hlutir séu á hreinu. Læt uppvaskið ekki sitja á hakanum, held heimilinu í lagi og skelli í þvottavélar enda þurfum við feðgin að vera vel útlítandi svo að fólk fari ekki að hringja í barnaverndaryfirvöld og haldi mögulega að ég sé ekki að standa mig í stykkinu.
Núna er rétt liðin vika síðan að Kristín fór út og ég hef ekki enn þurft að elda kvöldmat. Sé einhvern veginn fyrir mér að ef Kristín væri búin að vera ein með Margréti Dúnu þennan tíma væri meðaltal matarboða ekki jafn hátt.
Það besta við fjarveru Kristínar, svona fyrir utan gæðastundirnar sem ég á með dóttur minni er að ég get gert alla þá hluti sem að Kristín myndi ekki taka í mál að gera eins og að horfa á asnalegar bandarískar ofurhetjumyndir, spilað ofbeldisfulla og tilgangslausa tölvuleiki ásamt því að liggja upp í sófa og lesa Game of Thrones án þess að þurfa að ganga frá einu né neinu.
Er líka að verða single dad um helgina. Spurning um að taka tölvuleikja stemmingu á þetta
Ættum að dúndra börnunum í næturpössun og taka boys night out 🙂