tóndæmi dagsins

Komin tími á eitt stykki tóndæmi.

Svíar eru mis hressir enda bera þeir ábyrgð á Abba, Ace of Base og Dr. Alban. Þeirra hlutur í 90´s tónlistinni er stór og það er almennt talið alvarlegt brot í almennum hegningarlögum.

En þó eru þeir undir niðri að gera afskaplega góða tónlist og ekki þarf að grafa langt undir sykurhúðað hrökkbrauðið til að finna snilld eins og Dungen, I´m from Barcelona, Cardigans og allt Ninu Persson dótið eins og það leggur sig ásamt fullt af öðru flottu dóti.

Svíar nefnilega leyna á sér, þeir eru ekki bara í því að gera sykurhúðað popp sjálfir eða að semja fyrir allar helstu poppstjörnur heimsins. Í Svíþjóð er hrikalega sterk indie / alternative sena sem því miður fær ekki að láta ljós sitt skína og þannig fer snilldin framhjá fullt af fólki.

Þess vegna er nauðsynlegt að deila gleðinni og skella í smá gír og fíling.

I break horses frá Stokkhólmi er dúett þeirra Maríu Linden og Fredrik Balck. Sveitin gerir draumkennt gítar syntha væl sem gjörsamlega er búið að knésetja mig til ævilangrar hollustu við þessa sveit.

Tóndæmi dagsins er hið stórgóða Winter Beats.

I break horses – Winter Beats

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s