tóndæmi dagsins

Komin tími á smá tóndæmi, fátt betra en góð tónlist.

31.janúar á þessu ári gaf Brighton sveitin The Go! Team út þriðju stóru plötu sína. Þau meikuðu það með látum 2004 með plötunni Thunder, Lightning, Strike sem er ellefu laga plata með ellefu hitturum. Proof of Youth kom svo út þremur árum síðar og fílaði ég hana aldrei.

En þessi nýjasta plata The Go! Team er eitthvað allt annað. Eins og svo oft er barnið í miðjunni ekki eins og frumburður og örverpið, eins og það vanti eitthvað. Það er akkúrat að gerast hér. Og þvílík snilld sem þessi nýjasta plata er. Hún er létt, björt, hressandi, hröð og hentar svo fullkomnlega fyrir sumarið. (Eða sumarið sem að aldrei kom)

Þessi plata er kannski ekki með 100% hittara nýtingu eins og fyrsta platan þeirra en engu að síður er hér fullt af lögum sem maður dillir bossanum með og hristir jafnvel mjöðm ef þannig liggur á manni.

Ég er að meta þetta.

Tóndæmi dagsins er því lag af þessari plötu, þið eigið það skilið. Látum svo fylgja með

The Go! Team – Buy Nothing Day

httpv://youtu.be/X0eso4ARXzk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s