Árslistinn 2010

Það er víst komið nýtt ár sem þýðir að það þarf að gera upp það sem var að klárast. Geri það upp á þann eina máta sem ég kann og það er að gera upp tónlistarárið 2010 sem var bara nokkuð gott. Ekkert fallbyssu ár hjá erlendu listamönnunum en margt gott sem kom engu að síður og því ber að fagna.

Íslenskar plötur á árinu voru yndislegar og margar alveg ótrúlega góðar. Ég átti í mestu erfiðleikum að raða þessu niður sómasamlega fyrir innlenda listann.

Fyrir áhugasama má hér nálgast eldri lista :

2004 / 2005 / 2006 / 2007 / 2008 /2009

Bestu erlendu plöturnar 2010

10. Broken Bells – Broken Bells

Dangermouse (Hin frábæra plata The Grey Album og meðlimur Gnarls Barkley) og James Mercer, forsprakki The Shins vinna hér saman og búa til helvíti þétta og góða plötu.

httpv://www.youtube.com/watch?v=gWBG1j_flrg

09. Vampire Weekend – Contra

Meira af því sama hér, Hljómur þessara drengja er mér að skapi eins og hjá svo mörgum öðrum og hann bara virkar. Einfalt og hresst.

httpv://www.youtube.com/watch?v=HN8mjY7JMSw

08. Gorillaz – Plastic Beach

Yndisleg plata, margt í lögunum sem á stundum minnir mig á Death Cab For A Cutie og þá bylgju alla en eftir sem áður er hún heilsteypt og full af flottum lögum.

httpv://www.youtube.com/watch?v=04mfKJWDSzI

07. Belle & Sebastian – Belle & Sebastian Write About Love

Uppáhalds hljómsveitin mín mætir hér í sjöunda sætið. Sjálfstraustið lekur af sveitinni á þessari plötu en samt vantar einhvern neista, neistann sem geriir sveitina svo frábæra í mínum huga. Samt eru mörg góð lög á plötunni en hún er ekki eins góð og ég hafð vonað.

httpv://www.youtube.com/watch?v=6UeFaayyw3o

06. The New Pornographers – Together

Kanadíska súpergrúbban sem aldrei stígur feilspor í mínum huga. Þau kunna að búa til grípandi stemmingslög og með AC Newman og Neko Case í forsvari er ekki hægt að klikka. Í seinni tíð hafa samt lögin hans Dan Bejars (Destroyers, Swan Lake) heillað mig mest, hann er snillingur.

Verð að sjá þau á tónleikum, bara verð.

httpv://www.youtube.com/watch?v=bxMCaU83QKs

05. Mumford & Sons – No Sigh No More

Sveit ársins, engin spurning. Ótrúlega falleg lög og eitthvað fyrir alla hér á þessari plötu. Marcus Mumford er með ótrúlega flotta rödd.

httpv://www.youtube.com/watch?v=lLJf9qJHR3E

04. Arcade Fire – The Suburbs

Gífurlega erfitt fyrir þessa sveit að fylgja eftir ótrúlega sterkum tveimur fyrstu plötu en þau gera það nú bara samt. Maður er alltaf að finna nýtt uppáhaldslag og alltaf kemur inn nýr „wow-factor”. Yndi.

httpv://www.youtube.com/watch?v=0L6ZFhZVOx0

03. LCD Soundsystem – This Is Happening

New York sveitin gaf út plötuna This is Happening í maí á síðasta ári og hefur allt árið farið í að taka við einróma lofi. Skiljanlega. Snilldarplata sem felldi LadyGaGa eftir fimm mánaða veru hennar á toppnum á Billboard listanum.

httpv://www.youtube.com/watch?v=qdRaf3-OEh4

02. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Hefði aldrei átt von á því að setja plötu með Kanye á listann minn en guð minn góður, þessi plata er meistaraverk.

httpv://www.youtube.com/watch?v=O7W0DMAx8FY

01. The National – High Violet

Borgin sem gaf okkur Doris Day, Carmen Electra, Steven Spielberg og hafði Jerry Springer sem borgarstjóra er hér að gefa okkur hreint ótrúlega plötu. Þetta er ein af þessum plötum sem fá mann til að hugsa aftur og aftur hvað tónlist sé nú yndisleg, maður fær gæsahúð upp eftir allri mænunni og getur bara ekki hætt að hlusta.

Svo fær sveitin plús fyrir að forsprakkinn lítur alveg út eins og pabbi hans Togga.

httpv://www.youtube.com/watch?v=yfySK7CLEEg

Bestu innlendu plöturnar 2010

10. Agent Fresco – A Long Time Listening

Almennt ekki músík að mínu skapi, eilítið of þung fyrir minn smekk en hér smellur eitthvað sem ég fíla. Gott stöff og ótrúlega vel spilandi strákar.

httpv://www.youtube.com/watch?v=YyJ5UWcbcj8

09. Prins Póló – Jukk (tóndæmi)

Svavar Pétur, Breiðhyltingur og forsprakki Skakkamanage er hér með hliðarverkefnið sitt Prins Póló þar sem hrá, skemmtileg og einföld lög fá að njóta sín. Skemmtilegir textar og Daniel Johnston fílingur í þessu.

08. Moses Hightower – Búum til Börn

Íslensk sálartónlist eins og hún gerist best. Kom aftan að mér, var ekki að fíla þetta fyrst en svo small eitthvað. Hrikalega góður söngvari.

httpv://www.youtube.com/watch?v=LmiooRCjikk

httpv://www.youtube.com/watch?v=o_GPgWkhmRI

07. Stafrænn Hákon – Sanitas

Annar Breiðhyltingur hér á ferðinni, Ólafur Josephsson Leirubakkamaður og gleðigjafi. Á plötunni Sanitas hefur Óli tekið mikið framfaraspor og eru brothættir hljóðheimar ala SigurRós, GodSpeed You Black Emperor byrjaðir að víkja fyrir þéttu popprokki þó að ambient hljóðið sé aldrei langt undan. Í stað þess að Óli sé einn eða með aðstoð vina að garfa að tónlist er hér alvöru hljómsveit komin á sjónarsviðið. Hlustendavænsta plata Óla frá upphafi.

Nafnið Sanitas vekur líka upp minningar enda Pabbi Jóh verksmiðjustjóri Sanitas á gullárum fyrirtækisins.

httpv://www.youtube.com/watch?v=4gTjYcL9-0E

06. Seabear – We Built A Fire

Yndisleg plata, alveg virkilega yndisleg. Hrikalega flott plata sem hefði verið ofar á lista ef að íslenska senan hefði bara ekki komið svona vel út í ár.

httpv://www.youtube.com/watch?v=oE7ViwXTBjY

05. Prófessorin og Memfismafían – Diskóeyjan

Vá, bara vá ! Besta fönkplata frá stofnun lýðveldisins og einhverjir skemmtilegustu textar sem að ég hef heyrt síðan Lög Unga Fólksins komu út. Þetta er barnaplata fyrir börn jafnt sem fullorðna. Hef hlustað á hana með frumburðinum, á rölti um Kópavogsdalinn með barnavagninn og svo bara í rólegheitunum. Frábær plata.

httpv://www.youtube.com/watch?v=YRk4hYwTS-0

04. Retro Stefson – Kimbabwe

Ein af uppáhalds sveitunum mínum á Íslandi í dag. Fyrsta plata sveitarinnar Montana var frábær og þessi er aðeins síðri en þó stórgóð. Þetta sound sem þessir krakkar hafa búið til er alveg ótrúlegt skemmtilegt að hlusta á. Kimba kimba kimba !

httpv://www.youtube.com/watch?v=7PIS2ZxeqTo

03. Hljómsveitin ÉG – Lúxus Upplifun

Loksins hefur Róbert Örn Hjáltýsson söngvari, lagasmiður, breiðhyltingur, gítarleikari og þúsundþjalasmiður fengið uppreisn æru sinnar, að hluta. Plata Lúxus Upplifun hefur fengið fullt hús í öllum fjölmiðlum hér á landi, verið á topplistum stóru blaðanna og síðast en ekki síst fékk platan verðlaun tónlistarsjóðsins Kraums fyrir eina af plötum ársins. Yndisleg plata sem snertir margar taugar og erfitt er að staðsetja í hús.

httpv://www.youtube.com/watch?v=OMJ6m_BpyCQ

02. Apparat Organ Quartet – Pólýfónía

Ein af mínum uppáhaldssveitum frá upphafi lands loksins með nýja plötu og blessunarlega lendir hún ofarlega á lista. Árið 2002 kom platan Apparat Organ Quartet út og hefur hún fylgt manni síðan ásamt upptökum frá Airwaves ásamt skyldumætingunni sem er að fara á Apparat tónleika á Airwaves á hverju ári.

Hér er meira af því sama, það bara skiptir engu máli enda tónlistin algjörlega sér á parti og alveg eitthvað sem að aðeins Guðir ættu að geta búið til. Elska þetta band og þessa plötu.

httpv://www.youtube.com/watch?v=WTIAvopghRg

01. Jónsi – Go

Alveg frá því að einhver lög fóru að leka á netið og fullbúin platan mætti í heyrnartólin er búið að vera um hreint ástarsamband að ræða. Menn geta alveg misst sig í SigurRósar rúnki og slefað yfir öllu sem þessir menn gera en hér á það bara við. Þessi plata er yndisleg í alla staði og ekki slegið feilpúst á henni.

Sumt er vissulega líkt SigurRós en það er ekki mínus heldur plús og því sem við er bætt er svo skemmtilegt að hlusta á að það er ekki annað hægt en að setja Jónsa í fyrsta sætið. Drengurinn gerir góða tónlist sem lyftir manni upp, gleður mann og kætir í hvert einasta skipti sem hlustað er á.

httpv://www.youtube.com/watch?v=0w3K0N39bDc

Ein athugasemd á “Árslistinn 2010

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s