tóndæmi dagsins

Önnur plata New York sveitarinnar Vampire Weekend kemur út á mánudaginn næsta. Platan ber heitið Contra.

Það er alltaf erfitt fyrir hljómsveitir að fylgja eftir sinni fyrstu plötu þegar þær hafa slegið í gegn. Eitthvað sem debut plata Vampire Weekend gerði svo sannarlega, platan hitti í mark hjá hörðustu indie mussum og alveg til Audda og Sveppa ásamt öllu sem er þar á milli.

Eftir að hafa rennt yfir plötuna að þá er ekki hægt að segja annað en að þetta sé bara allt í lagi. Contra grípur hlustandann kannski ekki jafn fljótt og fyrri platan en það er samt eitthvað þarna. Sum lögin fara strax á flug á meðan að önnur gætu dottið inn við frekari hlustun eins og oft er með góða tónlist. Mér finnst þó vanta svolítið uppá barnslega hressleikann sem mér fannst einkenna fyrstu plötuna. Hér eru fleiri ballöður og finnst manni á stundum að Vampire Weekend séu að reyna að verða aðeins meira alvarlegri þó þeir séu ekkert að detta í Interpol alvarleika.

Plötuna alla er hægt að heyra á heimasíðu sveitarinnar.

En tóndæmi dagsins er því klárlega það lag af plötunni sem ég fílaði strax. Lagið er mjög Vampire Weekend -legt og heitir Run.

Vampire Weekend – Run

Ein athugasemd á “tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s