High five fyrir 2009

Árið 2009 var hrikalega hressandi í alla staði á öllum vígstöðvum. Hefði kannski verið til í meira sprell með vinum mínum þegar líða fór á árið en það er auðvelt að lagfæra það.

Þetta ár sem nú er mætt á svæðið á eftir að verða magnað, það þarf engan eldflaugasérfræðing eða sérstakann saksóknara til að sjá það. NBA úrslitin fara á fullt þegar fer að vora og 11.júní byrjar Heimsmeistarakeppni í knatttspyrnu. Og akkúrat á þessum dögum sem eru á milli þessara stóratburða verð ég væntanlega orðin pabbi ef dagatal ljósmæðra er eins stillt og mitt. Það verður því vonandi gull á öllum vígstöðvum, að Lakers vinni NBA, ég eiginst dreng með minni spúsu og að Holland verði Heimsmeistarar.

En ég kvarta þó ekki ef eitthvað af þessu þrennu gengur upp ekki.

Það að verða faðir í Vesturbænum verður skemmtilegt og þroskandi, ég er nú þegar byrjaður að drekka stoðmjólk til að undirbúa líkamann fyrir þær breytingar sem að þessu fylgir. Og að sama skapi er ég byrjaður að vakna á 70 mínutna fresti á nóttunni og fá mér að drekka og lúra svo aftur. Ég treysti mér ekki strax til að sofa úti á svölum, til þess hefur verið of kalt og ég hef ekki fundið vagn sem passar vel fyrir 78 kilóa pilt á þrítugasta aldursári.

Gamlárskvöldi og dögunum þar í kring var eytt í sumarbústað með Jóh klaninu, eða hluta þess að minnsta kosti. Hrikalega góður matur í öll mál, spil, powernap og lestur. Stresslaust með öllu og skemmtilegt að sjá um matinn með mömmu, hún hefur alltaf kvartað yfir því að ég sýndi aldrei takta í eldhúsinu í öll þau ár sem maður bjó undir sama þaki og hún og skilur því illa hvernig matarblogg geta verið undan mínum rifjum. Eftir gamlárskvöld hefur hún varla sagt annað en hversu gaman það var að elda með mér, ég væri svo klár og sýndi svo gott verkvit yfir hellunum.

Ekkert af þessu er nýtt fyrir mér.

Gleðilegt ár allir saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s