bíó

Búin að góna á nokkrar myndir enda lítið annað hægt að gera þegar að löppin er ónothæf eftir að ég snéri mig á ökkla í körfubolta tvær vikur í röð. Læt það þó fylgja sögunni að ég var að hitta eins og vindurinn úr 3 stiga skotum með ökklann svona og tryggði mínu liði sigur tvo leiki í röð með sex stigum í röð.

En að myndunum,

Karla sem hata konur :

Fín mynd en olli mér þó nokkrum vonbrigðum þar sem margar fléttur úr frábærri bók fá ekki að njóta sín eða er algerlega sleppt. Það þarf vissulega að sleppa einhverju til að koma myndinni á hvíta tjaldið í skikkanlegri lengd en fyrr má nú vera. Verst fannst mér að hlutum var bætt við sem voru ekki í bókinni, hlutir sem breyttu engur fyrir söguna og svo til að bæta gráu ofan á svart var sumum hlutum í bókinni breytt í myndinni. En allt í allt ágætis mynd svona ein og sér.

3/5

District 9 :

Suður-Afríski leikstjórin Neill Blomkamp með sína fyrstu mynd í fullri lengd. Blomkamp er eflaust þekktastur fyrir að hafa gert stiklurnar sem fylgdu auglýsingaherferðinni fyrir Halo3 tölvuleikinn. Stiklur sem að unnu verðlaun á Cannes og læti. District 9 er kvikmynd í fullri lengd sem byggð er á stuttmyndinni Alive in Joburg.sem Blomkamp gerði árið 2005. District 9 er frábær mynd, gerð að hluta í heimildarmynda stíl og tekin upp að mestu með handheld myndavélum sem gefur henni skemmtilegann blæ. Myndin byggir að hluta á aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og er efni myndarinnar og söguþráður virkilega góður.

Frábær Sci-Fi mynd í alla staði.

4/5

Star Trek :

Nýjasta Star Trek myndin kom mér á óvart, virkilega á óvart. Hef hingað til ekki verið mikill Star Trek maður þó að ég þekki heiminn ágætlega, veit muninn á Picard og Kirk en tala þó ekki Klingósku og get ekki sagt Live long and prosper með vúlkanska kveðju á hendinni á sama tíma.

Myndinni leikstýrir J.J Abrams sem er hálfgerður gulldrengur í Hollywood. Hann er einn af höfundum þáttanna Lost og Alias og skrifaði handritið og leikstýrði Mission Impossible 3. Það sem ég tel honum til vansa er að hann skrifaði handritið af Armageddon, hroðbjóðurinn sem það er.

Þessi mynd er samt algjör inngangur í eitthvað stærra og meira, næstum allt í myndinni snýst um að leggja línurnar fyrir næstu mynd eða myndir og allt of litlum tíma er varið í að segja manni eitthvað um karakterana, næstum eingöngu einblýnt á Kirk og Spock.

3/5

Year One :

Þegar að grínmynd með Jack Black og Michael Cera fær mann bara til að hlæja þrisvar sinnum að þá er myndin ógeð. Allir vinir þeirra dúkka upp í aukahlutverkum en það dugar ekki.

Drasl.

0,5/5

2 athugasemdir á “bíó

  1. Vá hvað ég er sammála þér með karla sem hata konur, ég sá bara eftir að hafa farið á hana eftir að hafa lesið bókina.

  2. Sammála þér í öllu þarna nema að fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina eftir Stig þá má gefa myndinni 4/5

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s