Orrustan í eldhúsinu

Fjölmargar orrustur hafa verið háðar í eldhúsinu þessi síðustu misseri.

Wok pannan er fyrir löngu sigruð og get ég jafnað og stundum toppað hvaða taílensku matstofu sem er, það hefur sannast fyrir lifandi löngu að þegar kemur að austurlenskri matargerð að einfaldleikinn er oftast bestur. Pad Thai hvort sem er með rækjum eða kjúklingi og Myntu-lambið myndi ég taka til þeirra rétta sem mér fyndist ég gera best.

Grillaðar pizzur er svo hitt vígið sem er fallið, eftir snarpa baráttu milli mín, tveggja brennara grills og pizzadeigs með sjálfstæðann vilja varð loks skrifað undir sáttayfirlýsingu þar sem mér var gefinn fullnaðarsigur. Grillið hlýðir nú minni hverri skipun og hækkar og lækkar um nokkrar kommur sýnist mér svo og pizzadeigið var ekkert nema sýndarmennskan og gaf eftir um leið og maður sýndi því hver ræður.

Grillaðar pizzur nálgast það best sem ég kalla fullkomnun. Þetta góða eldbökunarbragð kemur á pizzuna og maður hefur næstum allt litrófið fyrir framan sig þegar kemur að því að skella áleggi á lummurnar.

Rakst á daginn á bók sem innihélt ekkert nema ráðleggingar og hugmyndir er snúa að grilluðum pizzum og þar var ein lumman sem hljómaði of vel til að sleppa. Grilluð pizza með laxi.

Það er ljóst að slík pizza verður spísuð* reglulega hér eftir, unaður með öllu tilheyrandi.

Það er reyndar erfitt að sjá hvernig grilluð pizza með laxi, rjómaosti, rauðlauki og dilli geti mögulega klikkað. Ég sé það hreinlega ekki fyrir mér.

pizzalax

*) Tilraunir mínar að koma dönskum slettum í íslenskt mál halda áfram.

12 athugasemdir á “Orrustan í eldhúsinu

 1. Í raun ekki svo flókið.

  Ég geri minni pizzur í stað þess að gera eina stóra svo þetta sé meðfærilegra.

  Byrja á því að skella deiginu beint á grillið og loka í smá stund, hámark 2-3 mín. Þegar ég sé að deigið er farið að dökkna á hliðinni sem snýr niður tek ég deigið af grillinu. Set áleggin á grilluðu hliðina og set svo pizzuna með áleggjum aftur á grillið og þá með hráu hliðina niður, enda áleggin á þeirri grilluðu.

  Loka grillinu í 2-3 mín eða þangað til að osturinn fer að bráðna og ógrillaða hliðin orðin grilluð. Deigið er frekar fljótt að verða tilbúið nefnilega og verður of fljótt brunnið þannig að maður þarf að standa vaktina.

  Ef þig vantar meiri tíma til að fá áleggin til að bráðna eða hitna myndi ég slökkva á einum brennaranum og setja pizzuna þeim megin sem er slökkt er.

 2. Hagnaður. Laxapizzan gæti ekki verið einfaldari.

  Grilla botninn eins og lög gera ráð fyrir. Smyr svo rjómaosti á botninn, set rauðlauk, capers og svo þunnt skorinn lax og svo slatta af dilli og salta og pipra eftir smekk.

  Klikkar ekki.

 3. Hún lookar alveg rosalega crunchy hjá þér, kannski aðeins of…:)
  Svo er líka gott að grilla pizzurnar í álbakka þá kviknar síður í deiginu og svo er málið að hafa lágan hita svona eins og þegar maður grillar kjúklingabita….þeas ef maður vill pizzuna ekki alveg svona crunchy;)

  Ertu til í að skella uppskriftinni af myntu-lambinu hérna inn? hljómar svo vel…

 4. Er þetta reyktur lax???

  Held að það hljóti að vera til grein á wiki sem segir að ef reyktur lax sé settur á pizzubotn þá þurrkist pizzuforskeytið umsvifalaust af undirstöðunni.

  Grillað brauð með reyktum laxi er EKKI pizza!

 5. Ég hef átt í miklum rökræðum við Guðmund um þetta mál. Þetta getur ekki kallast pizza – þetta er miklu nær því að vera grillað smörrebrauð.

 6. Ef að sami grunnur með hráskinku og klettasalati ásamt dash af hreimeyjar olíu telst til pizzu að þá er þetta klárlega pizza.

  case closed.

 7. Ef að sami grunnur með majónesi, timjian, rækjum og sítrónu telst til smörrebrauðs þá er þetta klárlega smörrebrauð.

  case closed.

 8. Takk kærlega fyrir þessa færslu! Hef lengi langað til að prófa að grilla pizzu… og prófaði það eftir að hafa lesið þessi skrif. Pizzan var algjör snilld og verður þessi aðferð eflaust notuð mikið á næstunni við pizzubakstur.

  Ef mig misminnir ekki var til svona laxapizza á eldsmiðjunni… þannig að það hlýtur að vera í pizzaflokknum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s