Bíórýni

Menningarkvöldin hafa verið að fara hamförum og hefur hvert kvöldið toppað hvert annað. Í stað þess að vera að sýna klassískar kvikmyndir höfum við verið að hamra okkur í gegnum þær myndir sem hafa verið að gera það gott á kvikmyndahátíðum, Golden Globes og hafa svo einhvern slatta af Óskars tilnefningum á bakinu. Ein undantekning var gerð á reglunni en Luc Besson hefur hingað til verið stimpill á sömu gæði og öll Óskarsverðlaun heimsins.

Slumdog Millionaire4/5

Virkilega góð mynd sem fékk okkur til að hlæja, öskra og gráta saman.

Taken4/5

Liam Neeson leikur pabba sem er að leita að dóttur sinni sem er komin í hendur misyndismanna. Liam Neeson er hrikalegur í þessari mynd og hasarmyndir eiga að vera svona. Ekki nein bandarísk formúla hér á ferðinni heldur evrópskt hasar mynd þar sem mannskepnunni er engin virðing sýnd.

The Wrestler3,5/5

Nýjasta mynd Darren Aronofsky þar sem Mickey Rourke fer á kostum. Myndin er hæg og söguþráðurinn er lengi að fara af stað en niðurstaðan verður svo miklu betri fyrir vikið. Mannleg og góð, virkilega góð. Skemmtileg atriði með Marisu Tomei sem strippara gerðu líka mikið.

Frost/Nixon 3/5

Mynd um fræg viðtöl David Frost við fyrrum forseta Bandaríkjanna Richard Nixon. Leikstýrð af Ron Horward og er myndin góð í alla staði. Eflaust hefði samt hjálpað til að vera betur inni í Watergate hneykslinu og almennt inni í forsetatíð Nixons en myndin gerði það þó að verkum að maður fór að lesa sér til enda áhugavert umræðuefni hér á ferðinni. Frank Langella er hrikalegur góður sem Nixon.

httpv://youtube.com/watch?v=3_0R4l0ISNs

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s