Daddy-o

Pabbi minn er gleðigjafi. Oftast er hann þó óvart gleðigjafi með því að láta eitthvað út úr sér eða gera eitthvað sem fær mann til að hlæja, svona alveg óvart.

Félagslíf foreldra minna er eins og hjá konungbornu fólki, þau eru alltaf að. Alltaf að fara í boð eða að halda boð, alla daga vikunnar.

Helgin sem leið er ekkert frábrugðin og var dagatalið vel bókað af veislum og boðum. Í gærkvöldi var komið að enn einu boðinu, foreldrum mínum var boðið í mat til mín og Kristínar.

Pabbi elti mömmu í smá stund um Blöndubakkann eins og hann væri að safna í sig kjarki til að spyrja ákveðinnar spurningar. Svo kom spurningin sem fékk mömmu mína til að grenja úr hlátri.

Pabbi spurði sakleysislega „Gunna, hvert erum við eiginlega að fara í mat í kvöld?“

head-of-joh

Þessi 10 ára gamla mynd er alvöru.

Ein athugasemd á “Daddy-o

Skildu eftir svar við Guffi Hætta við svar